/
Ítölsk leikhúsveisla
Framúrskarandi vinkona

Átt þú miða á Framúrskarandi vinkonu? Svona bætir þú veitingum við!

Skref 1
Opnaðu bókunarstaðfestingu sem þér barst í tölvupósti eftir miðakaup og smelltu á Skoða bókun

Skref 2
Smelltu á Panta veitingar og bættu við pöntunina þína því sem hugurinn girnist. Athugið að pantanir á mat þurfa að berast í síðasta lagi 48 klst. fyrir sýningu.

Ítölsk leikhúsveisla fyrir 2

Miði á sýninguna og ítölsk matarupplifunFYRIR SÝNINGU
Tómatsúpa með basil – nýbakað brauð og pestó og freyðandi drykkur

FYRRA HLÉ
Ítalskur veisluplatti – íslenskir ostar, skinkur og pylsur, ólífur, möndlur og fleira góðgæti

SEINNA HLÉ
Tiramísú, hinn klassíski ítalski eftirréttur í íslenskri útgáfu.

Gerðu ennþá meira úr kvöldinu – njóttu ítalskrar leikhúsveislu!

Sýningin á Framúrskarandi vinkonu er sannkölluð leikhúsveisla og á henni eru gerð tvö hlé. Þú getur gert ennþá meira úr kvöldinu með því að panta veitingar (með 48 klst. fyrirvara) og njóta þriggja rétta kvöldverðar fyrir sýningu og í hléum. Þeir sem panta veitingar fyrirfram eiga frátekið borð í leikhúsinu.

Úrval girnilegra veitinga

Ef þú pantar ítalska leikhúsveislu, smurbrauðssnittur eða grænkeradisk fyrirfram, átt þú pantað borð í leikhúsinu.

Úrval annarra girnilegra veitinga er í boði

Sjá matseðil

Getum við aðstoðað?

Hikaðu ekki við að hafa samband við okkur ef þú óskar frekari skýringa á einhverju sem viðkemur veitingum, gjafakortum eða öðru.

Sími miðasölu er: 551 1200

Þú getur líka sent okkur póst:

SENDA PÓST
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími