/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Yaël Farber

Leikstjóri
/

Leikstjóri

Yaël Farber er margverðlaunaður leikstjóri og leikskáld, þekkt fyrir djarfar, ágengar og listrænt hrífandi sýningar sem hafa farið sigurför um heiminn. Nýleg uppfærsla hennar á Hamlet með stórstjörnunni Ruth Negga í titilhlutverkinu var fyrir nokkru sýnd í St. Anne’s Warehouse í Brooklyn NY og hlaut afar lofsamlega dóma í bandarískum fjölmiðlum, m.a. í The New York Times. Í fyrra leikstýrði Farber Blóðbrúðkaupi eftir Lorca í nýrri leikgerð Marinu Carr í Young Vic leikhúsinu í London og hlaut fjögurra og fimm stjörnu dóma í öllum helstu dagblöðum Bretlands.

Meðal þekktustu sýninga Farber er The Crucible eftir Arthur Miller hjá Old Vic leikhúsinu í London, en sýningin er jafnframt meðal rómuðustu leiksýninga þessa sögufræga leikhúss. Sýningin hlaut fimm stjörnu dóma í tíu dagblöðum og var tilnefnd til tvennra Olivier verðlauna, til Evening Standard verðlaunanna fyrir leikstjórn og hlaut fimm Broadway World verðlaun, meðal annars fyrir leikstjórn. Eftir fjölda sýninga fyrir fullu húsi var uppfærslan tekin upp og sýnd í 20 löndum. Aðrar nýlegar sýningar Farber eru m.a. Les Blancs í National Theatre í London og Salomé sem hún samdi og leikstýrði fyrir Shakespeareleikhúsið í Washington, en sýningin hlaut 10 tilnefningar til Helen Hayes verðlaunanna og sjö verðlaun, m.a. fyrir besta leikrit og bestu leikstjórn 2016.

Lesa má viðtal við Farber HÉR.

Nánar má lesa um Yaël Farber hér: yfarber.com

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 16 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími