/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sara Sigurðardóttir

/

Sara aðstoðar Filippíu I. Elísdóttur búningahöfund í Framúrskarandi vinkonu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún hefur áður aðstoðað sama höfund fyrir The Secret Face í Iðnó, Sweeney Todd í Íslensku óperunni og Fólkið í blokkinni og Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hún sá einnig um listræna útfærslu á pönki í Níu lífum. Hún vann við uppsetningu á The Rocky Horror Picture Show í Wisconsin Bandaríkjunum.

Sara er dauðaljósmóðir og útfararleiðbeinandi að mennt. Hún hefur einnig stundað list- og hönnunarnám hér á landi og erlendis. Hún býr yfir margvíslegri reynslu í fatahönnun og listsköpun í London og sótti þar meðal annars nám við Central Saint Martins og var undir leiðsögn Audrey Ang sem starfaði meðal annars til margra ára sem hönnuður hjá Yohji Yamamoto.

Sara hefur undanfarin ár starfað við myndlist og hönnun og hafa myndlistarverk hennar meðal annars komið við sögu góðgerðarmála. Skartgripahönnun hennar kemur fyrir í sjónvarpsþáttaröðinni Svörtu söndum.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími