Sváfnir Sigurðarson hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu í apríl 2016. Sváfnir hefur starfað að markaðs- og kynningarmálum um árabil og meðal annars verið markaðsstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Borgarleikhússins. Sváfnir var um tíma ráðgjafi í almannatengslum og hefur samhliða störfum á markaðssviði verið starfandi tónlistarmaður og gefið út tónlist í eigin nafni.
Sváfnir semur tónlist fyrir Eltum veðrið í Þjóðleikhúsinu í vetur.