/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ólöf Arnalds

/

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson semja tónlist fyrir Saknaðarilm í Þjóðleikhúsinu.

Ólöf Arnalds stundaði nám í tónsmíðum og nýmiðlum við Listaháskóla Íslands samhliða því að koma fram og hljóðrita tónlist með m.a. Múm, Slowblow og Mugison. Frumburður hennar sem söngvaskálds var hljómplatan Við og við en fimmta sólóplata hennar, Tár í morgunsárið, er nú væntanleg. Ólöf hefur komið fram víðsvegar um Evrópu, Bandaríkin og Ástralíu og hlotið lof í fjölmiðlum á borð við The New York Times, The Guardian og Rolling Stone. Hún hefur tvisvar unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna og einnig verið tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna. Ólöf hefur unnið að ýmsum tónlistarverkefnum með Skúla Sverrissyni og söng m.a. einsöng í verki hans Kaldur sólargeisli með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Meðal listafólks sem Ólöf hefur átt samstarf við eru Erna Ómarsdóttir, Ragnar Kjartansson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Björk og Davíð Þór Jónsson.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími