Margrét Bjarnadóttir sér um sviðshreyfingar í Saknaðarilmi í Þjóðleikhúsinu.
Margrét Bjarnadóttir útskrifaðist úr danshöfundadeild ArtEZ listaháskólans í Arnhem í Hollandi árið 2006. Hún vinnur innan ýmissa forma og ólíkra miðla, einkum á sviði dans, myndlistar og skrifa. Á meðal verka Margrétar er gítarballettinn No Tomorrow (2017) sem hún vann í samstarfi við Ragnar Kjartansson, tónskáldið Bryce Dessner og Íslenska dansflokkinn. Verkið hlaut m.a. Grímuverðlaunin sem sýning ársins. Hún hefur einnig hlotið Grímuverðlaun sem dansari og danshöfundur. Margrét hefur samið hreyfingar fyrir tónlistarmyndband og nokkrar tónleikasýningar Bjarkar, þ.á.m. hennar umfangsmestu hingað til; Cornucopiu sem frumsýnd var í The Shed í New York vorið 2019 og ferðaðist um heiminn í fjögur ár.