Í bókabúðinni má finna tilvaldar tækifærisgjafir og jólagjafir fyrir leikhúsunnendur
Í leikhúsbókabúð Þjóðleikhússins eru á boðstólum leikhúsbækur af öllu tagi á kostakjörum, þar má finna leikrit og leikritasöfn, bækur um leikhús og leikhúsfólk, fræðirit um fagið og skáldverk sem tengjast leiksýningum Þjóðleikhússins. Þar er einnig boðið upp á eigin útgáfu leikhússins á völdum nýjum leikritum og þýðingum. Í versluninni er auk þess fáanlegur ýmiskonar varningur sem tengist sýningum hússins, geisladiskar og mynddiskar.Leikhúsbókabúðin er opin á opnunartíma miðasölu leikhússins og á sýningarkvöldum.
Í bókabúðinni má finna tilvaldar tækifærisgjafir og jólagjafir fyrir leikhúsunnendur – og í leiðinni er hægt að festa kaup á okkar vinsælu miðum eða gjafakort á fjölbreytt úrval sýninga Þjóðleikhússins.
Við munum halda áfram að þróa bókabúðina okkar og bæta við nýjum titlum. Ef þú vilt gera tillögur að bókum sem þú myndir vilja sjá á boðstólum í bókabúðinni, þá máttu gjarnan senda okkur línu á midasala@leikhusid.is.