/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Viktoría Sigurðardóttir

Leikari
/

Viktoría Sigurðardóttir útskrifaðist sem leikkona frá London College of Music með BA í Musical Theatre vorið 2016.

Í vetur leikur hún hér drottninguna í Frosti, og er staðgengill fyrir hlutverk Elsu og Önnu. Hún lék áður í Þjóðleikhúsinu í Draumaþjófnum.

Meðal sýninga sem hún hefur leikið nýlega í eru söngleikurinn Fimm ár í Tjarnarbíói, Fuglabjargið í Borgarleikhúsinu og Ávaxtakarfan í Hörpu.

Stuttu eftir útskrift lék hún í Rocky Horror Show, Matthildi og leikskólasýningu ársins í uppfærslu Borgarleikhússins, Vorið vaknar í uppfærslu Leikfélags Akureyrar og Bakkabræðrum með Leikhópnum Lottu. Sumarið 2019 lék hún í uppfærslu af We Will Rock You í Háskólabíói. Viktoría hélt einsöngstónleika í Hörpu í tónleikaröðinni Velkomin heim árið 2018. Í London hlaut hún The Griffiths Prize og The Andrew Lloyd Webber prize fyrir leiktúlkun í söng og fór hún með hlutverk Minu Murrey í Dracula the Musical eftir Alex Loveless og hlutverk Emmu Goldman og húsfreyjunnar í Assassins eftir Stephen Sondheim.

Viktoría var tilnefnd sem leikkona ársins á Sögum verðlaunahátíð barna árið 2021.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími