Sólrún Mjöll Kjartansdóttir útskrifaðist úr MÍT með framhaldspróf í rytmískum trommuleik árið 2021, en þar lærði hún undir handleiðslu Matthíasar M. Hemstock og Einars Vals Scheving. Sólrún starfar sem sessjónleikari bæði á hljómleikum og í upptökuverum og hefur komið að ýmsum verkefnum með fjölbreyttri flóru listamanna. Hún hefur komið víðsvegar fram á hljómleikum og tónlistarhátíðum bæði hérlendis og erlendis. Sólrún spilaði í sýningunni Frosti í Þjóðleikhúsinu og tók einnig upp trommur og slagverk fyrir sýningarnar Eltum veðrið og Taktu flugið, beibí. Hún spilar nú í söngleiknum Stormi í Þjóðleikhúsinu.

Starfsfólk Þjóðleikhússins