/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Árni Beinteinn Árnason

/

Árni Beinteinn útskrifaðist úr leiklistarnámi við Listaháskóla Íslands árið 2018. Hann hóf leikferil sinn ungur og lék í fjölda sýninga á sviði leikhúsanna sem barn og unglingur. Undanfarin ár hefur Árni Beinteinn leikið í fjölbreyttum uppfærslum og verkefnum. Hann hefur meðal annars leikið hjá Leikfélagi Akureyrar síðustu þrjú árin, til dæmis í stórsöngleiknum Vorið vaknar og grínsýningunni Fullorðin sem tekin verður aftur til sýninga í Þjóðleikhúskjallaranum nú í vor. Síðasta hlutverk hans var Benedikt búálfur í samnefndum söngleik sem sló í gegn á síðasta leikári og hlutverk Haralds í sýningunni Skugga Sveinn hjá LA vorið 2022. Samhliða vinnu sinni í leikhúsinu starfar Árni Beinteinn sem sjónvarpsmaður hjá RÚV. Hann er einnig eftirsóttur hljóðbókalesari og hefur talað inn á fjöldann allan af teiknimyndum síðustu ár, bæði sjónvarpsþætti og bíómyndir.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími