/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Christina Lovery

Búningahöfundur
/

Christina gerir búninga fyrir Frost í Þjóðleikhúsinu. Hún lauk BA-prófi í búningahönnun frá Wimbledon School of Art hjá University of Surrey í London og mastersprófi frá Kunsthøgskolen i Oslo. Hún hefur unnið árum saman að búningahönnun fyrir öll helstu leikhús Noregs, og hefur hannað búninga fyrir kvikmyndir og sjónvarpsverkefni í Noregi, Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Meðal verkefna í leikhúsi má nefna Frost, Oslo, Tenk om og Charlie og sjokoladefabrikken hjá Det Norske Teatret, Pan og Diktatoren hjá Rogaland Teater, Kristin Lavransdatter og Morgenstjernen hjá Den Nationale Scene, Mio min Mio og Nøtteknekkeren hjá Trøndelag Teater, Alice i Vidunderland hjá Nationaltheatret og The Mute hjá Stavanger Symfoniorkester. Hún hefur tvívegis hlotið Hedduverðlaunin.

 

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími