Ormstunga
Orka og ferskleiki söngleikjaformsins mæta átakaþrungnum heimi Íslendingasagnanna
Ormstunga er glænýr og ferskur íslenskur söngleikur byggður á Gunnlaugs sögu ormstungu, sígildri sögu sem er í senn spennandi, fyndin og hjartnæm. Höfundarnir eru af yngstu kynslóð leikhúslistafólks og ná með glæsilegum hætti að vinna úr menningararfi okkar í nútímalegu og heillandi formi. Verkið er skrifað í anda hins heimsfræga stórsöngleiks Hamilton, sem ruddi brautina fyrir kraftmikinn samruna sögulegra atburða og krassandi tónlistar.
Fjölmargir leikarar Þjóðleikhússins koma fram í þessari kraftmiklu sýningu sem margt af okkar færasta leikhúslistafólki tekur þátt í að skapa. Ormstunga er söngleikur fyrir unga sem aldna, með grípandi og fjölbreyttri tónlist.
Saga um drauma, ástir og ill örlög. Frískleg og kraftmikil endursköpun á íslenskum menningararfi.
Gunnlaugur Illugason, Hrafn Önundarson og Helga hin fagra Þorsteinsdóttir mynda einn frægasta ástarþríhyrning fornbókmenntanna. Of lengi hafa örlögin hrjáð þau en nú fyrir framan áhorfendur fá þau loksins að gera upp sín mál. Gísli Örn er þekktur fyrir töfrandi sýningar og hér leiðir hann einstakan leikhóp.
Frægð og frami eða ástin?
Myndbönd
Viðvaranir
Í sýningunni er talsvert um blikkandi ljós (strobe). Sjá nánar um viðvaranir hér:
Textun, umræður, námskeið
Námskeið í tengslum við sýninguna hjá Endurmenntun HÍ, skráning og nánari upplýsingar hér.
6. sýning: Umræður eftir sýningu.
The 7th performance will be captioned with subtitles in English and Icelandic.
7. sýning: Textun á ensku og íslensku.
Further information here / nánari upplýsingar hér.
Kveðast á
Kveðast á
Ha?
Kveðast á!
Bíddu, keppni í kveðskap þá?
Já, bara til að fokkast, hend’í nokkra góða flokka
Gott að æfa fyrir komandi ár
Komd’að kveðast á
Nei, Gunnlaugur
Þú vilt verða skáld
Já
Lát heyra þá
Common sýndu hvað þú getur
Sjáum hvor mun kveða betur
Er það nei eða já?
Jæja þá, kveddu mig í kútinn, Illugason
Flæði mitt er flæðandi
Tal mitt fokking tælandi
Braglínur mínar bræðandi,
skil bitches eftir blæðandi
Þú skalt færa þig
Ég er miskunnarlaus mælandi,
með kvæði mín svo ærandi,
mun skilja við þig skælandi
Léttur sem fjöður með mjöðinn í hendi ma’r
Tjekkað’essi atkvæð’og hendingar
Mynda þrumur og eldingar
Kvæði mín kveikja eld,
svo fljótur að hugsa að ég þarf engan feld hérna
Ertu búinn? Ég mun rista þig í rúnir
Ég hræki betri kvæðum meðan ég kúka, ég er búinn
Ert ekkert nema bólugrafinn góni
Skinnið sem ég skrifa á er fullt eins og róni
Drekk þig undir borð meðan þú sötrar sull
Liggur á þínu bull’eins og dreki á gulli
Gaur plís, ert á hálum ís
Ég fíla ísinn minn hálan
Bara kominn púki í snáðann ma’r?
Ekki vera’ð fokka í mér
Veistu hversu marga flokka ég hef til að tortíma þér
Ég er hetjan fokk Týr
Fötin eru fokdýr
Stýri þessu skip’á meðan þú ert sokkinn
Rímið mitt mun gera þig ruglaðan
Ég mun valda usl’eins víkingatussur í Uppsala
Smábónda sonur bar’í víkingaleik?
Yo, þú ert ekki neitt gaur
Þú átt ekki breik í mig
Ég yrki það sem fólkið vill heyra
Ég spitta svo hart að þú færð dreyra í eyrað
Höfðingjarnir mun’í mér heyra, sjá og dá
Þangað til þá er bara um að gera’að –
Kveðast á
Kveðast á, já
Ég mun mikilmenni mæra, hopp’á milli tækifæra
Mun með engu móti slaka á
Komd’að kveðast á
Kveðast á, já
Áður en að örlögin mín skila sér og allir mig dá
Þar til þá,
skulum við kveðast á
Skáldin eru skaparar samtímans í tíma og ótíma
Tími til að tortíma kerfinu
Tungan gerir lítið úr sverðinu
Verðum að bít’í skjaldarrendur
Tökum mál og tungumál í okkar eigin hendur
Já ma’r
Koddað kveðast á ma’r
Umbyltum með orðunum nú breytist allt í bráð ma’r
En þangað til að toppnum verður náð munum við kveðast á
og við gerum það saman
Segjum það sem er bannað
Svo margar reglur sem að við gegnum
Kerfið er gallað
Því Ísland er kristið núna
Var samt ekki kristið alltaf
Hey bro, þú ert heybrók
Hættum nú að hika
Orðin okkar kvika sem flæðir út um allt
Flæðið okkar ískalt
Tökum engan frídag þar til ég sit á toppnum
Það er komið að okkur
Ýtum þessum gömlu tittum frá fyrir ungar íslenskar skáldskapar skyttur sem ætla að –
Fokkessushitup!
Við munum kveðast á
Kveðast á, já
Munum mikilmenni mæra, hopp’á milli tækifæra
mun með engu móti slaka á
Við munum kveðast á
Kveðast á, já
Áður en að örlögin mín skila sér og allir mig dá
Þar til þá munum við kveðast á
Munu þau muna eftir mér?
Munu þau muna eftir þér?
Munu þau muna eftir okkur það sem eftir er?
Þau munu muna eftir mér
Þau munu muna eftir þér
Þau munu muna eftir okkur það sem eftir er
Leikarar
Hljómsveit
Víðförult skáld í leit að frægð og frama
Gunnlaugur lætur sig dreyma um að öðlast frægð og frama, skapa sér nafn sem skáld og fara til útlanda til að flytja jörlum og konungum kvæði við hirð þeirra. Gunnlaugur kynnist Hrafni Önundarsyni og þeir kveðast á. Illugi neitar Gunnlaugi syni sínum um peninga til ferðalagsins og vill ekki að hann fari. Gunnlaugur nemur lögspeki hjá Þorsteini Egilssyni og kynnist þar dóttur hans Helgu hinni fögru.
Þegar Gunnlaugur fær loksins tækifæri til að sigla til annarra landa heitir Þorsteinn Gunnlaugi því að hann megi kvænast Helgu, ef hann verði ekki lengur í burtu en þrjá vetur. Gunnlaugur ákveður að sigla til útlanda í leit að frægð og frama, ásamt félögum sínum, þótt ást hans á Helgu togi í hann.
Í leikskrá má lesa nánar um ferðir Gunnlaugs.
Lesa leikskrá
Höfundar
Listrænir stjórnendur
Framleiðslu- og sýningarstjórn
Aðrir aðstandendur
Starfsfólk á sýningum
Annað starfsfólk við sýninguna
Sértakar þakkir: Hampiðjan, Altis, Gunnar Gunnarsson hjá Atendi, Ingimar Jóhannsson og Halla Katrín Svölu- og Arnardóttir hjá EFLU, Jón í Brettasmiðjunni.
The 7th performance will be captioned with subtitles in English and Icelandic.
Ormstunga (Gunnlaugur ormstunga “serpent-tongue”, the musical)
By Hafsteinn Níelsson and Oliver Thorsteinsson, directed by Gisli Orn Gardarsson. Music: Hafsteinn Níelsson. Co-writer of music and conducting: Jóhannes Damian R. Patreksson.
Ormstunga is a brand-new and fresh Icelandic musical based on the Icelandic saga Gunnlaugs saga Ormstunga, a classic story that is at once exciting, funny, and heartbreaking. The authors belong to the youngest generation of Icelandic theatre artists and work with our cultural heritage in a modern and fascinating form. Numerous actors from the National Theatre of Iceland perform in this powerful production, which many of our most talented theatre artists help bring to life. Ormstunga is a musical for young and old, with captivating and varied music. The energy and freshness of the musical form meet the conflict-ridden world of the Icelandic sagas.
Gunnlaugur, Hrafn and Helga form one of the most famous love triangles in ancient Icelandic literature. For too long, fate has plagued them, but now, in front of an audience, they finally get to settle their affairs. Renowned for his electrifying performances, director Gísli Örn leads this exceptional ensemble, delivering a theatre experience unlike any other.