
7. sýning allra verka á Stóra sviðinu textuð
Þjóðleikhúsið leggur nú aukna áherslu á að mæta ólíkum þörfum leikhúsgesta. Á þessu leikári hefur verið bryddað upp á þeirri nýjung að texta 7. sýningu allra verka á Stóra sviðinu, bæði á íslensku og ensku. Textaðar sýningar henta vel þeim sem ekki tala íslensku eða búa við heyrnarskerðingu.
7th performance of all plays on the big stage with subtitles
The National Theatre is placing increased emphasis on meeting the different needs of theatregoers. The 7th performance of all productions on the Main Stage are captioned, both in Icelandic and English! Shows with subtitles are suitable for people who don’t speak icelandic, as well as those who are hard of hearing.

Hvernig gengur þetta fyrir sig?
Stórum skjám er komið fyrir í stúkunum sitt hvorum megin við sviðið. Þar birtist textinn bæði á íslensku og ensku.
How does it work?
Big screens are placed in the stands on either site of the stage. There subtitles are run both in english and icelandic.

Næsta textaða sýning
Stormur er glænýr söngleikur sem talar til ólíkra kynslóða um fyrstu stóru tímamót lífsins
Vinahópur sem er að útskrifast úr menntaskóla stendur á tímamótum sem eru í senn spennandi og ógnvænleg. Hver er ég og hver vil ég vera? Get ég sagt skilið við fortíðina og byrjað lífið upp á nýtt? Þori ég að taka stökkið og fylgja hjartanu, alla leið?
Next show with subtitles
Stormur is a brand new Icelandic musical. A group of friends who are graduating from high school are at a crossroads that are both exciting and frightening. Who am I and who do I want to be? Can I leave the past and start life anew? Do I dare to take the leap and follow my heart, all the way?
Lesa nánar / More