
Lína Langsokkur
Lína Langsokkur, hin eina sanna, frumsýnd á Stóra sviðinu í haust
Þjóðleikhúsið mun frumsýna stórsýningu um Línu Langsokk á Stóra sviðinu næsta haust. Lína Langsokkur er eitt ástsælasta leikverk allra tíma fyrir yngstu kynslóðina – og hver kynslóð þarf að kynnast sterkustu stelpu í heimi sem lætur sig ekki muna um að lyfta hestinum sínum á góðum degi eða hafa tvær löggur undir ef því er að skipta.
Skráðu þig til að vera fremst í forsöluröðinni!
Forsala á Línu hefst 20 mars . Sérstakur forsöluafsláttur, 1000 kr. af hverjum miða, verður í boði fyrstu tvo daga forsölunnar! Það er því til mikils að vinna að tryggja sér miða strax.

Leikrprufur fyrir 10 – 15 ára krakka
Í tengslum við sýninguna verða haldnar prufur fyrir krakka á aldrinum 10-15 ára, (fædd 2010 til og með 2015) en alls er verið að leita að sextán krökkum til þess að deila átta hlutverkum.
Hægt er að forskrá sig í prufur núna, en þær verða haldnar yfir nokkurra daga tímabil í Þjóðleikhúsinu í mars. Nánar auglýst síðar.
Þeim börnum sem eiga ekki heimangengt verður gert kleift að senda inn rafrænar prufur.
NÁNAR UM PRUFUR
