Lína Langsokkur

Lína Langsokkur

Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviðið
SVIÐ
Stóra sviðið
FRUMSÝNING
sept. 2025

Lína Langsokkur, hin eina sanna, frumsýnd á Stóra sviðinu í haust

Þjóðleikhúsið mun frumsýna stórsýningu um Línu Langsokk á Stóra sviðinu næsta haust. Lína Langsokkur er eitt ástsælasta leikverk allra tíma fyrir yngstu kynslóðina – og hver kynslóð þarf að kynnast sterkustu stelpu í heimi sem lætur sig ekki muna um að lyfta hestinum sínum á góðum degi eða hafa tvær löggur undir ef því er að skipta.

Skráðu þig til að vera fremst í forsöluröðinni!
Forsala á Línu hefst 20 mars . Sérstakur forsöluafsláttur, 1000 kr. af hverjum miða, verður í boði fyrstu tvo daga forsölunnar! Það er því til mikils að vinna að tryggja sér miða strax.

Leikrprufur fyrir 10 – 15 ára krakka

Í tengslum við sýninguna verða haldnar prufur fyrir krakka á aldrinum 10-15 ára, (fædd 2010 til og með 2015) en alls er verið að leita að sextán krökkum til þess að deila átta hlutverkum.

Hægt er að forskrá sig í prufur núna, en þær verða haldnar yfir nokkurra daga tímabil í Þjóðleikhúsinu í mars. Nánar auglýst síðar.

Þeim börnum sem eiga ekki heimangengt verður gert kleift að senda inn rafrænar prufur.



NÁNAR UM PRUFUR

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími