Sem á himni
Óður til lífsins, listarinnar og ástarinnar
Sem á himni er einstaklega heillandi, splunkunýr söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Ægifögur tónlist, litríkar og skemmtilegar persónur og hrífandi saga hafa nú þegar heillað fjölda áhorfenda erlendis, og nýjar uppsetningar á verkinu eru væntanlegar víða.
Verkið gerist í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla, og hver hefur innsýn í annars gleði og sorgir. Þegar heimsfrægur hljómsveitarstjóri, á hátindi ferils síns, sest óvænt að í þorpinu til að draga sig út úr skarkala heimsins þykir ýmsum tilvalið að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Þessi maður á sér sársaukaþrungin leyndarmál, en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Hrífandi og átakamikil saga um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina.
Splunkunýr söngleikur byggður á geysivinsællli kvikmynd
Gríðarstór hópur listafólks tekur þátt í uppsetningunni, alls um 40 manns, þar af tólf manna hljómsveit. Í aðalhlutverkum verða þau Elmar Gilbertsson, Salka Sól, Valgerður Guðnadóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Hinrik Ólafsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir.
Elmar Gilbertsson hefur sungið aðalhlutverk í virtum óperuhúsum og tónleikasölum víðs vegar um Evrópu, og hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngvari ársins. Meðal leikstjórnarverkefna Unnar Aspar eru hinar geysinsælu sýningar Vertu úlfur og söngleikurinn Mamma Mia!
Söngleikurinn Sem á himni er byggður á geysivinsælli samnefndri sænskri bíómynd sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna árið 2004.
Lokaatriðið fyrir hlé var svo glæsilegt að hver söngleikjasýning hvar sem væri í heiminum hefði mátt vera stolt af því.
SA, TMM
Himnesk leikhúsveisla
Fyrir sýningu og í hléi!
Viltu gera sérstaklega vel við þig og þína?
Fyrir sýningu: Sjávarréttasúpa með saffran, fennel og rækjum, ásamt nýbökuðu brauði.
Í hléi: Kaldir smáréttir, grilluð kjúklingaspjót, sænskar kjötbollur, kartöflusalat, ólífumauk og fleira girnilegt. Eplakaka með vanillukremi, kanil og rjóma.
Myndbönd
Leikarar
Hljómsveit
Listrænir stjórnendur
Handrit: Kay & Carin Pollak
Tónlist: Fredrik Kempe
Söngtextar: Carin Pollak & Fredrik Kempe
Meðhandritshöfundur: Edward af Sillén
Leikstjóri frumuppfærslu: Markus Virta
Framleiðendur frumuppfærslu: Vicky & Johan von der Lancken
Gabriellas song, tónlist: Stefan Nilsson, söngtextar: Py Bäckman
Sem á himni var frumflutt 13. september 2018 í Oscarsteatern í Stokkhólmi, framleitt af Vicky Nöjesproduktion og 2Entertain
Sýningarréttur: Nordiska ApS
Í sýningunni er sungið þjóðlagið Amazing Grace með texta Þorvaldar Halldórssonar Ég trúi á ljós.
Leikstjóri þakkar sérstaklega Birni Thors, Þóru Karítas Árnadóttur og Ólafi Agli Egilssyni. Sérstakar þakkir: Unnur Signý Aronsdóttir.
Hjartnæm innblástursbomba sem hristir upp í tilveru þinni!
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Aðrir aðstandendur
Aðvörun – kveikjumerking (e. trigger warning) - ofbeldi
Í leikhúsi er fjallað um ólíka kima tilveru okkar, og sú umfjöllun getur orðið ágeng. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og fá nánari upplýsingar um tilteknar sýningar fyrirfram teljir þú að eitthvað í þeim gæti vakið upp óþægilegar tilfinningar, midasala@leikhusid.is, s. 551 1200.
Söngur Gabríellu
Þetta líf er líf sem ég á
þessi litla stund var mér gefin
hingað ýtti mér einhver þrá
allt sem skorti og það sem vannst
það er samt sú leið sem ég kaus
sem var orðlaus huggun í þrefi
og mig svolitla ögn lét sjá
af þeim himni sem hvergi fannst
ég vil finna að ég lifi
meðan tími gefst
skal ég lifa’ eins og ég vil
ég vil finna að ég lifi
vita að ég duga til
ég hef aldrei gleymt hver ég er
ég hef bara látið það liggja
kannski átti ég ekkert val
aðeins viljann sem hélt mér hér
ég vil lifa og ljóma lífi mínu í
geta fundið frelsi og styrk
sjá að nóttin hörfi á ný
ég er hér, og mitt líf er lífið mitt
og sá himinn sem von mín var
hann mun koma í leitirnar
ég vil finna fyrir lífinu
Minn tími hér
Getur eitthvert ykkar veitt mér svarið
af hverju' er ég hér á ný?
er til skýring sem er ennþá hulin mér?
einhver framtíð – fæ ég svar við því?
kunnuglegt er allt, um leið samt óþekkt
hér eru' æskustöðvarnar
á auðri síðu' í almanaki lífs míns
enn mun dagur rísa þar
svo ef ég hugsa um lífið sem ég hef lifað
og læt mig dreyma um tímann sem eftir er
þá sé ég vel að þau sannindi blasa við
ég sé að nú er minn tími hér
ég er frjáls og aðeins ætla' að hlusta
ætla' að nýta sérhvern dag
ekkert sem að utan kemur stjórnar mér
andartaksins njóta – nú er lag
ég er nú sem nýfætt barn á jörðu
nakinn skal ég finna veg
laus undan afarkostum, öllum kröfum
kannski get ég orðið ég
sérhvert hjarta á sér einhvern draum
og hver sál á sinn
ég veit hvað ég þrái
þræði veginn minn
Spyrjið Adda
Ég er fæddur hér og alinn upp hér
ég þekki alla' og þarfir hvers og eins
bærinn er mér allt
alveg þúsundfalt
eins þó að stundum sé hér svalt!
Ljósavík á hæli í hjarta mínu
hennar velferð set ég fremst og efst
versla vott og þurrt
allt sem um er spurt
enginn þarf að flytja burt
ég redda gangráði' ef þú þarft
ég sel þér hártopp sem er smart
- spyrjið Adda!
Já, spyrjið Adda! -
ef viltu verða milljóner
þá á ég lambhúshettu hér ....
ódýrt ef þú flýtir þér!
- spyrjið Adda!
Já, spyrjið Adda! -
ís og jarðarber
útikamar, ger
- spyrjið Adda!
Já, spyrjið Adda! -
það er nóg af öllu hér.
ég hef lagt til hliðar
hverja krónu
allt sem ég hef þénað
smátt og stórt
ef kreppa kemur hér
ef kviknar í hjá mér
á undirverði sel ég þér
flott hjól og rafmagnsrennireið
og rjómaterta flennibreið
- spyrjið Adda!
Já, spyrjið Adda! -
já, þokulúður, ekta brass
og rauðvínsbelja frá elsass
lagerinn er heljarhlass
ég veit hver þú ert
og held þú getir hjálpað til
hjartans mál er það hjá mér....
litli kórinn okkar æfir
öll fimmtudagskvöld
viltu taka hann að þér...?
nei er svar sem ógilt er
það bítur ekki neitt á mér
komdu bara' og hlustaðu' á
og síðan skaltu segja já!
- spyrjið Adda!
Já, spyrjið Adda! -
ég redda öllu, já
sem allir vilja fá
- spyrjið Adda!
Já, spyrjið Adda! -
þú skalt bara segja já.
svo að enginn hverfi frá!
já bara já!
Ég verð hrærður
Undarlegt hve
hrærður ég verð
hljómar svo ekta og hreint
vekur í mér eitthvað
glatað og gleymt
eitthvað berskjaldað
innra með mér
Þú ert aldrei einn
Ég legg hönd að hjarta þínu
hratt og ört ég finn það slá
en þú mátt hvílast hér hjá mér
hér er til staður handa þér
hlýju og griðland hjarta þitt hér skal fá
svo þú ert aldrei aleinn hér
því einhver skilur veit og sér
og þú skalt fylgja
og þú skalt lifa
í æskudraumum ör
ég veit þú færð og finnur svör
og allt það sem þú vildir ná
og hést í lífi þínu þá
er enn með í för
vakna minningarnar – vaknar
draumur sem ég vildi ná
er hann ennþá með í för?
svo þú ert aldrei aleinn hér
einhver sem sér
einhver sem skilur veit og sér
og ég skal fylgja
og ég skal lifa
með drauma með í för
ég veit að ég
mun finna svör
og ég verð aldrei aleinn hér
einhver sér
já einhver skilur veit og sér
einhver veit
sem þráir
það sama og ég
og drauminn sem ég vildi ná
og allt það sem við hétum þá
því munum við ná
ég veit að svörin muntu fá
Lífið er meira en þú hélst
Sestu, keyrðu' ekki' á kaf
allt er að ske
en nú tökum við hlé
ekki endalaust pex
fáðu þér kaffi og kex
hreinsa hugann um leið
vel hægt að slappa af
bíta í bakkelsi helst
lífið er meira' en þú hélst
ert þú eins og ég,
stundum svo einn
baka' eitthvað gott
byggi kökuhús flott
sykur, smjör setjum í
gott svo við deyjum af því
fletjum á plötunni út
engan smábút
setjum á sultu og ber
bjóðum svo vinunum hér!
kaffi, komiði nú
helltu í krús, hér er kökulús
sötra, dýfa einhverju í
alls ekki fúlsa við því!
lukkan kemur og fer
en vináttan hér
eflist og alla tíð helst
lífið er meira' en þú hélst
það er langbest að við séum ein hér
gott að hann kom sér burt, það þykir mér
þurfum ekki klerk
að dæma okkar verk...
tónum skiptumst við á
þannig má fá
okkar haldreipi hér
hljómar heyrast frá þér
laða fram hljóminn í mér
syngjum saman í hóp
sönn gleðióp
tónninn magnast og helst
lífið er meira' en þú hélst
58 sekúndur
Verkið var hálfnað
ljósin þau fóru
allt varð kolsvart
enginn sá glóru
þau sáu' ekki mig
sáu' ekki hvert annað
ég lét allt frá mér
sá ekkert, fann að
þau héldu samt áfram
myrkri var fagnað
músíkin ein réð
allt annað þagnað
tíminn nam staðar
stórfenglegt dúndur
allir sem einn
í 58 sekúndur
það eina ég síðan sæki í
er að ná aftur nálægt því
að vera sem á himni á ný
Segðu orðin þrjú
Komdu til mín, sæti góði fíni Doddi, komdu nú
segðu nú orðin þrjú, segðu bara þau
ég elska þig!
það er létt, einn og tveir, og það er rétt
við skulum dansa nú, einn og tveir og þrír
við skulum fljúga, við skulum fljúga, þú og ég
við skulum svífa
já, skulum svífa
hátt í dag
að eilífu hverja stund þá elska ég þig
ég er til taks ef þörf er á því
segðu það aftur enn á ný
ég elska þig
það sem hjartað er að segja þér er satt
komdu til mín
hitagjafinn hér er ástin sem býr í þér, svo komdu hér
býr í þér, einn og tveir, og býr í mér
ástin í okkur býr, einn og tveir og þrír
ást er í tánum, og eins í hnjánum, augunum
hlæja mig lætur um miðjar nætur
taugunum!
enginn er til sem er eins og þú
lífið er minnisvert mér
af því þú ert hér
heimurinn, ég og þú, við heyrum saman nú
ást er í tánum, og eins í hnjánum, örmunum
hlæja mig lætur um miðjar nætur
þörmunum!
að eilífu hverja stund
þá elska ég þig
einu sinni' enn og enn og aftur
ég elska þig
Söngur Gabríellu
Þetta líf er líf sem ég á
þessi litla stund var mér gefin
hingað ýtti mér einhver þrá
allt sem skorti og það sem vannst
það er samt sú leið sem ég kaus
sem var orðlaus huggun í þrefi
og mig svolitla ögn lét sjá
af þeim himni sem hvergi fannst
ég vil finna að ég lifi
meðan tími gefst
skal ég lifa’ eins og ég vil
ég vil finna að ég lifi
vita að ég duga til
ég hef aldrei gleymt hver ég er
ég hef bara látið það liggja
kannski átti ég ekkert val
aðeins viljann sem hélt mér hér
ég vil lifa og ljóma lífi mínu í
geta fundið frelsi og styrk
sjá að nóttin hörfi á ný
ég er hér, og mitt líf er lífið mitt
og sá himinn sem von mín var
hann mun koma í leitirnar
ég vil finna fyrir lífinu
Söngur til lífsins
Ef orku mig vantar þá veit ég
að þú hleypir orku í mig
og hjartað, hjartað
fagnar að ég hef þig
ef ég vil gráta þá veit ég
að ég finn mér styrk í þér
og að tárin, tárin
þerrarðu þá af mér
það eitt sem mig alltaf endurnærir
er birtan sem býr í þér
því lífinu sjálfu söng þú færir
sem kveikir vonina' í mér
ef ég á í vafa þá veit ég
að þú hefur trú á mér
ég get lifað, lifað
á meðan ég hef þig hér
það eitt sem mig alltaf endurnærir
er vinátta mín við þig
því lífinu sannan söng þú færir
sem kveikir vonina' í mér
ég syng um lífið
í glugganum kveikirðu ljósið
þá blasir við leiðin mín
ef ég villist, villist
ég veit að ég rata til þín
það eitt sem mig alltaf endurnærir
er tónninn sem býr í þér
því lífinu sannan söng þú færir
sem kveikir vonina' í mér
Allt þitt hjal um synd
Allt þitt hjal um synd
allt um skömm og nekt
áttaðu þig á 'því
er svo ömurlegt
syndin er tóm þvæla
kirkjan kom 'henni' á
hvenær færðu skilið
hvenær muntu sjá
synd er ykkar svipa
sem er beitt til að
hafa fólkið hlýðið
„Herrann segir það“
vinstri höndin dæmir, útdeilir straffi, sko
sú hægri fyrirgefur galla okkar svo
sjá þessa hræsni!
syndafárið færir ykkur valdið
æðri dóm sem að okkur er haldið:
við erum smá
þannig er kirkjan
kirkjan – ekki guð – lét kreddur standa
dæmir fólk og kemur því í vanda
reyndu að sjá
það er falið sem
setur skömm í þig
brjóst og berir kroppar
allt sem æsir þig
það er allt í lagi
snertir ekki mig
en dæmdu ekki aðra
enginn dæmir þá þig
þú sem ég elska
sá eini sem lést neistann verða' að báli
sú ást mín var það eitt sem skipti máli
elskaðu mig
þú sem ég valdi
ég færi þér allt sem ég hef að gefa
og hætti að loka á allt sem býr í mér:
hvað ég þrái þig
Englasöngur
Já, ég sé þá stundum skýrt
oft ég heyri þytinn
ef ég augu mín hef pírt
og ljósið deyfir litinn
ég sá vængina í gær
á Adda og fleiri vinum
og á Dodda sem að hlær
í söng með okkur hinum
ég sé vængina á þér
tón þeir hafa léð' þér
og þeir hafa snert við mér
þegar ég er með 'þér
afi sagði loks sést vel
við fljúgum og við föllum
og með æfingu má sjá...
vængina á öllum
ég hef alltaf vitað það
ekkert leyndarmál er að
það sem þú vilt sjá
geturðu' æft þig í að sjá
Stjörnurnar
Ég anda inn
og get þá séð
fætur mína' og mínar hendur
nú stíg ég skref og þar með breytist allt
og líf mitt fæ ég endurheimt
svo hér er ég
sú sem ég er
og horfi inn á nýjar lendur
ég stíg til jarðar og tek eitt skref til
fer þá leið sem mig gat aðeins dreymt
rifja' upp allt það sem ég hef gleymt
sjáið stjörnurnar
mínar stjörnur
það slokknaði á þeim
sjáið stjörnurnar
allar stjörnur
þær vakna hægt og hægt
það týrði' á litlum loga þó
á drauminum sem aldrei
alveg dó
sjáið stjörnurnar
mínar stjörnur
eitt sinn var hann
samt ástin mín
og eina ástin sem ég þekkti
það sem var gott
það geymi ég
og hef það síðan með í för
sjáið stjörnurnar
mínar stjörnur
það ljós sem frá þeim skín
ég sé stjörnurnar
allar stjörnur
svo björt er stjarnan mín!
og lýsir gegnum húð og bein
og fyrirheit þar finnast ein
sjáið stjörnurnar
mínar stjörnur
Hikandi held ég af stað
Hefur mig langað?
þaðan burt ég flúði
nei, ekki þangað
þar sem sóað hef ég
sál minni' og hjarta
já, til hvers er það?
hikandi held ég af stað
stórborgarhljóðin
allir þeir sem þarf í
sál sína' að bjóða' inn
þegar loks ég hef hér
fundið mitt frelsi
já, til hvers er það?
hikandi held ég af stað
ég finn að kraftarnir dvína
klukkan brátt stöðvast hjá mér
hjartaslög tel ég
hljóðna ég senn
lifa vil lífinu enn
eld þeirra' í æðum
finn ég kveikja' í mér
það lifnar í glæðum
ég sé andlit þeirra
lýsa og ljóma
og eflist af því
lifna og þori á ný
öðlast ég afl mitt að nýju?
á ég mér framtíð og von?
hjartaslög tel ég
hljóðna ég senn
lifa vil lífinu enn
allt sem ég gerði' á sér tilgang
að rata heim, verða' einn af þeim
þeim sem mér kenndu að lifa
veginn mér vísuðu heim
hjartaslög tel ég
hljóðna ég senn
lifa vil lífinu enn
þessa stund sem eftir er
ennþá finn ég kraft í mér
Út af þér
Ég veit svo margt um Mozart
mestallt um tón og óm
ég er með sjötta sans um
sinfónískan hljóm
aftur á móti' er ástin
eitthvað svo ný hjá mér
þekkti bara' ást af afspurn
uns ég kynntist þér
nú veit ég hvernig er
að þora' að horfa djúpt í augu þín
hér með þér er lífið dauðans virði
að lifa því með þér, hve ljúft það yrði
nú veit ég hvernig er
að finna tilgang lífsins, hljóta svar
að allt gott sem hefur gerst hjá mér
gerðist aðeins út af þér
nú verð ég þinn/þín af hjarta' og sál
hinstu kröftum get ég beitt
uns hjartað hættir þreytt
það er á hreinu' að héðan af
erum við tvö eitt
nú veit ég hvernig er
ef sú/sá sem mest ég þráði er hjá mér
hjartslátturinn vex og verður annar
tilfinningar okkar alveg sannar
nú veit ég hvernig er
að sleppa öllu utanverkinu
því allt gott sem hefur gerst hjá mér
gerðist aðeins út af þér
nú verð ég þinn/þín af hjarta' og sál
hinstu kröftum get ég beitt
uns hjartað hættir þreytt
nú vil ég hjá mér hafa þig
ég elska þig
Það sem við erum aldrei deyr
Handan alls sem eitt sinn dreymdi mig
upp rann dagur sá
sá sem öllu breytti
sá sem við tvö hittumst á
svo ef ég hugsa um lífið sem ég hef lifað
og læt mig dreyma um tímann sem eitt sinn var ....
þá sé ég vel...
ég sé að nú er minn tími hér
en dag einn verðum við
að þeim sem fyrir löngu lifðu hér
jörðin mun þá muna fætur okkar
vindurinn mun hvísla sönginn okkar
um aldur munum við
verða eilíf eins og hafið er
aldrei þurfum því að kveðja meir
það sem við erum – aldrei deyr