
Stormur
Myndbönd
Glænýr söngleikur sem talar til ólíkra kynslóða um fyrstu stóru tímamót lífsins
Vinahópur sem er að útskrifast úr menntaskóla stendur á tímamótum sem eru í senn spennandi og ógnvænleg. Hver er ég og hver vil ég vera? Get ég sagt skilið við fortíðina og byrjað lífið upp á nýtt? Þori ég að taka stökkið og fylgja hjartanu, alla leið?
Þorum, lifum, elskum – núna!
Elísabet er ung tónlistarkona sem er undir mikilli pressu að reyna að ljúka við sína fyrstu plötu í kjölfar þess að lag sem hún sendi frá sér varð óvænt vinsælasta lag ársins. Hluti vinahópsins er með henni í hljómsveit, og sumarið eftir útskriftina hittast vinirnir reglulega í æfingahúsnæði bandsins til að klára plötuna, fíflast saman og ríghalda í tilfinninguna að vera ung og frjáls aðeins lengur. Elísabet áttar sig smám saman á því að hún er ástfangin af Helgu vinkonu sinni og við tekur átakamikið ferðalag þar Elísabet þarf að ákveða hvort hún eigi að þora að segja Helgu hug sinn og kannski hætta á að missa hana fyrir fullt og allt. En um leið og gleðin er í hámarki hjá vinunum er eins og jörðin byrji að gliðna undir fótum þeirra.

„Stórkostlegur Stormur“
DV
„Undursamlegt“
TMM
Stórbrotin ástarsaga, mögnuð tónlist, undurfögur augnablik
Fyrri leikverk Unnar Aspar í Þjóðleikhúsinu, verðlaunaverkin Vertu úlfur og Saknaðarilmur, hafa hreyft rækilega við leikhúsgestum og heillað þá, en í þeim hefur hún beint sjónum að mikilvægum málefnum í samtíma okkar. Nú vinnur hún með einni fremstu tónlistarkonu landsins af ungu kynslóðinni, Unu Torfadóttur og þær semja í sameiningu nýjan söngleik sem fjallar á beinskeyttan hátt um ungt fólk á Íslandi í dag. Stórvinsæl lög Unu Torfa hljóma í bland við ný og grípandi lög.
Una Torfadóttir kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir tveimur árum. Hver smellurinn á fætur öðrum hefur náð miklum vinsældum og hrifið fólk á öllum aldri. Nýjasta plata hennar, Sundurlaus samtöl, hefur fengið frábærar viðtökur.
6. sýning: Umræður eftir sýningu.
7. sýning: Textun á ensku og íslensku.

Leikarar












Hljómsveit






Höfundar
Listrænir stjórnendur





















Framleiðslu- og sýningarstjórn
Aðrir aðstandendur
Starfsfólk á sýningum
Annað starfsfólk við sýninguna
Tónlistin í sýningunni er eftir Unu Torfadóttur og Hafstein Þráinsson, og öll lög og söngtextar eru eftir Unu, fyrir utan lagið Þú ert stormur sem er eftir Hafstein og Unu. Einnig hljóma brot úr Afgan eftir Bubba Morthens, Þorparanum eftir Magnús Eiríksson og Á sama tíma að ári eftir Björn Jörund Friðbjörnsson. Einnig er leikið lagið Fokka Upp Klúbbnum með ClubDub og Ra:tio.
Brot úr öðrum verkum: Í sýningunni er farið með brot úr Hamlet eftir William Shakespeare í þýðingu Þórarins Eldjárns, Söknuði eftir Jóhann Jónsson, Sorg eftir Jóhann Sigurjónsson og Utan hringsins eftir Stein Steinarr. Einnig er flutt ljóðið Viljaþula eftir Matthías Tryggva Haraldsson.
Rödd Finns, pabba Tomma og Davíðs: Þröstur Leó Gunnarsson
Starfsnám: Salka Gústafsdóttir leikari er starfsnemi og nemandi við LHÍ.
Þakkir
Berginu og Píeta samtökunum er þakkað kærlega fyrir samstarf við undirbúning sýningarinnar, en aðilar frá þeim voru höfundum til ráðgjafar, heimsóttu leikhópinn á æfingatímabilinu og lásu yfir handrit á ólíkum vinnslustigum. Innilegar þakkir fyrir næmið og skilninginn sem þið sýnduð.
Eftirtaldir aðilar heimsóttu leikhópinn á æfingatímabilinu og miðluðu af þekkingu sinni og reynslu: Oddný Jónsdóttir og Tómas Kristjánsson frá Píeta samtökunum, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir frá Sorgarmiðstöð, Eva Rós Ólafsdóttir frá Berginu og Vigfús Bjarni Albertsson prestur og forstöðumaður fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar.
Þakkarlisti Unnar Aspar Stefánsdóttur, höfundar og leikstjóra: Björn Thors, Þórunn Sigurðardóttir, Stefán Baldursson, Dagur Thors, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Elín Ebba Ásmundsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Tómas Arnar Þorláksson, Eyrún Baldursdóttir, Vigfús Bjarni Albertsson, Héðinn Unnsteinsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Andri Björnsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Filippía I. Elísdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir frá Berginu, Eva Rós Ólafsdóttir frá Berginu, Tómas Kristjánsson frá Píeta frá samtökunum, Oddný Jónsdóttir frá Píeta samtökunum, Elín Sif Hall, Júlía Gunnarsdóttir, Una Þorleifsdóttir, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Agnar Már Egilsson, Listaháskóli Íslands, Thea Snæfríður Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Hagalín, Arna Ýr Karelsdóttir, Aron Daði Ichihashi Jónsson, Védís Kalmansdóttir, Þórarinn Eldjárn, Bubbi Morthens, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Magnús Eiríksson.
Handritsráðgjöf frá aðilum utan sýningarinnar: Maríanna Clara Lúthersdóttir, dramatúrg og leikkona, Ólafur Egill Egilsson, leikskáld og leikstjóri, Elín Ebba Ásmundsdóttir frá Geðhjálp/Hlutverkasetri, Andri Björnsson, prófessor í sálfræði, Eyrún Baldursdóttir læknir, Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir frá Sorgarmiðstöð, Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri, Filippía I. Elísdóttir leikmynda- og búningahönnuður, Sigurþóra Bergsdóttir, stofnandi Bergsins – stuðnings- og ráðgjafaseturs fyrir ungt fólk, Eva Rós Ólafsdóttir frá Berginu, Tómas Kristjánsson frá Píeta samtökunum, Nína Dögg Filippusdóttir leikkona, Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona, Tómas Arnar Þorláksson, sviðshöfundur og lögfræðingur, Júlía Gunnarsdóttir nemi, Thea Snæfríður Kristjánsdóttir nemi, Arna Ýr Karelsdóttir læknir.
Eftirtöldum aðilum er þakkað fyrir afnot af rými vegna myndbandsgerðar: Gaeta Gelato, Gyllti kötturinn, Hlöllabátar, Mandi, Pablo Discobar, Town Market. Guðmundur Þór Kárason hannaði og lánaði brúðu sem notuð er í sýningunni. Hugleikur Dagsson og Metta Sport fá þakkir.