Marinó Máni Mabazza útskrifaðist í senn af nútímadansbraut Listdansskóla Íslands og Listdansbraut MH árið 2021 og lauk B.Sc. gráðu sem íþróttafræðingur úr HR árið 2024. Hann steig fyrst á leiksvið í söngleiknum Billy Elliot í Borgarleikhúsinu árið 2014 og hefur tekið þátt í ýmsum leiksýningum síðan þá, nú síðast í Eitraðri lítilli pillu í Borgarleikhúsinu. Meðal annarra verkefna sem hann hefur tekið þátt í eru The Great Gathering með ÍD, söngleikurinn We Will Rock You í Háskólabíói, Söngvakeppni sjónvarpsins, Dance World Cup 2019 og Áramótaskaupið. Marinó Máni þreytir nú frumraun sína í Þjóðleikhúsinu í söngleiknum Stormi.