/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Hafsteinn Þráinsson

Tónlistarmaður, Tónlistarstjóri
/

Hafsteinn Þráinsson útskrifaðist úr jazzgítarnámi frá FÍH árið 2015 og úr tónsmíðum frá LHÍ árið 2018. Hann hefur starfað sem tónlistarmaður undir nafninu Ceasetone frá árinu 2015. Hafsteinn semur tónlist ásamt Unu Torfadóttur fyrir söngleikinn Storm í Þjóðleikhúsinu og hannar hljóðmynd ásamt öðrum, en hann er jafnframt tónlistarstjóri sýningarinnar og tekur þátt í henni sem hljómsveitarstjóri og gítarleikari. Hafsteinn hefur tekið þátt í fjölda ólíkra tónlistarverkefna og hefur m.a. undanfarið ferðast um heiminn ásamt raftónlistarmanninum Daða Frey. Hann hefur m.a. pródúserað plötur fyrir listafólk á borð við  Bubba Morthens, JóaPé & Króla og Unu Torfa, unnið útsetningar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og komið fram ásamt heimsfræga sellóleikaranum Yoyo Ma. Hafsteinn hefur komið að fjölda verkefna á sviði kvikmyndatónlistar, og m.a. unnið náið með Högna Egilssyni, Herdísi Stefánsdóttur, Tóta Guðna, Dustin O’ Halloran og Ólafi Arnalds. Hann hefur unnið að ólíkum kvikmyndum, allt frá hryllingsmyndinni Azrael til rómantísku gamanmyndarinnar Bridget Jones: Mad About The Boy.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími