![Framúrskarandi vinkona](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/framursk_vinkona_synmynd-20x20.jpg)
Framúrskarandi vinkona
Napólí-sögur Elenu Ferrante hafa farið sigurför um heiminn og sjónvarpsþættir byggðir á þeim hafa slegið í gegn. Lesendur og áhorfendur víða um heim hafa hlegið og grátið til skiptis yfir vegferð hinna skarpgreindu vinkvenna Lilu og Elenu sem alast upp í fátækrahverfi í Napólí á sjötta áratugnum. Þær þurfa að beita öllum brögðum til að komast af, brjótast til mennta og berjast fyrir betra lífi í harkalegu umhverfi þar sem ofbeldi stjórnar tilverunni og réttur kvenna er lítils virtur.
Sýningarlengd er um 4 klst.
1. þáttur: 90 mín.
Fyrra hlé er 30 mín.
2. þáttur: 60 mín.
Seinna hlé er 15 mín.
3. þáttur: 50 mín.
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/elena-ferrante-napoli_orig-20x11.jpeg)
Hin suður-afríska Yaël Farber leikstýrir þessari stórsýningu en uppsetningar hennar hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga víða um heim. Gestir Þjóðleikhússins mega eiga von á ítalskri leikhúsveislu þar sem öllu verður tjaldað til við sviðsetningu þessarar mögnuðu sögu um flókna vináttu, heitar ástir, afbrýðisemi, sárar fórnir, æðruleysi og örvæntingu.
Hér er á ferð sannkölluð stórsýning með mörgum af okkar fremstu leikurum.
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/10/yael_farber_minni-20x13.jpg)
Gerðu meira úr kvöldinu – njóttu ítalskrar leikhúsveislu!
Sýningin á Framúrskarandi vinkonu er sannkölluð leikhúsveisla og á henni eru gerð tvö hlé.
Þú getur gert ennþá meira úr kvöldinu með því að panta veitingar (með 48 klst. fyrirvara) og njóta þriggja rétta kvöldverðar fyrir sýningu og í hléum.
Þeir sem panta veitingar fyrirfram eiga frátekið borð í leikhúsinu. Einnig er hægt að panta smurbrauðssnittur eða grænkeradisk.
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/leikhusveisla_2-20x11.png)
„Ég vil búa til leikhús sem vekur fólk“
Þegar suður-afríski leikstjórinn Yaël Farber fékk fyrr á árinu símtal frá Magnúsi Geir þjóðleikhússtjóra og heyrði hvert erindið var ætlaði hún vart að trúa eigin eyrum. „Þetta var dásamleg tímasetning. Ég hafði tekið Napólí-fjórleik Elenu Ferrante með mér til Kúbu og gleypt allar bækurnar í mig á örstuttum tíma.
Bókstaflega sama dag og ég lauk við fjórðu bókina hringdi Magnús, en þá höfðu nýlega orðið breytingar á mínum áætlunum. Ég treysti svona tilviljunum og þekktist boðið þegar í stað.“
Framúrskarandi vinkona er fyrsta uppsetning Yaël á Íslandi en hún hefur um árabil verið í fremstu röð leikstjóra á alþjóðavísuog meðal annars leikstýrt rómuðum sýningum í mörgum helstu leikhúsum Bretlands, á Írlandi, í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Kanada þar sem hún er nú búsett.
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/Yael_farber-20x15.png)
LEIKARAR
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/UnnurÖsp-e1662666599508-625x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/VigdísHrefna-1-scaled-e1673518774764-600x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/GunnaGísla-e1662668223933-621x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/09/Starfsmenn_portrait5731-600x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/SiggiSigurjóns-e1662668361533-582x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2021/02/Steinun-Arinbjarnardottir-scaled-600x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/Arndis-Hronn-Egilsdottir-2021-scaled-631x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/Throstur-600x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/Untitled-Session2889-scaled-e1661867538165-600x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/Eldey-Erla-675x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/Hulda-Gissurardottir-Flovenz-665x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/Eva-Jauregui-2021-675x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/Ronja-Petursdottir-748x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/PálmiGests-e1662668304926-583x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/AtliRafn-e1662668001573-600x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/ElvaBjörk-1-scaled-e1677151431973-669x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2024/02/Bjarni-Snaebjorns-e1708687952891-596x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/09/Starfsmenn_portrait5086-600x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/laraj-ohanna-jonsdottir-2019-684x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/Leikhusid_staff_part216115-scaled-e1673003872924-600x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/09/Starfsmenn_portrait4861-600x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/09/Starfsmenn_portrait4978-600x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/Untitled-Session4937-scaled-e1661183490931-642x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2025/01/Oddur-Júlíusson-900x600.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/09/Untitled-Session5243-scaled-e1661784889790-600x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/Birgitta-e1677152768258-570x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/Hjalti-Runar-Jonsson-2022-600x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/Untitled-Session2974-scaled-e1661867396719-600x900.jpg)
![/](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2021/11/Sveinn-Olafur-Gunnarsson-2021-602x900.jpeg)
“Þær elska hvor aðra, styðja hvor aðra, álasa hvor annarri. Þannig er fegurðin og nándin í vináttu kvenna.”
Yaël Farber
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A8919-scaled-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A6606-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A5259-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A0314-scaled-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A7147-e1647425681739-20x9.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A7104-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A5841-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A7072-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A1490-scaled-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A1598-scaled-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A6350-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A5752-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A5711-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A5496-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A5339-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/0M2A5266-20x13.jpg)
Myndbönd
Listrænir stjórnendur
Aðrir aðstandendur sýningar
Sýningarréttur: Colombine Teaterförlag.
Leikgerð April De Angelis heitir á frummálinu My Brilliant Friend Part 1 & 2 og er byggð á bókum Elenu Ferrante My Brilliant Friend, The Story of A New Name, Those Who Leave and Those Who Stay og The Story of the Lost Child. Útgefandi: Europa Editions. Bækurnar voru gefnar út á íslensku af bókaforlaginu Bjarti og heita í íslenskri þýðingu Framúrskarandi vinkona, Saga af nýju ættarnafni, Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi og Sagan af barninu sem hvarf.
Í leikhúsi er fjallað um ólíka kima tilveru okkar, og sú umfjöllun getur orðið ágeng, líkt og í sýningunni Framúrskarandi vinkona. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og fá nánari upplýsingar um tilteknar sýningar fyrirfram teljir þú að eitthvað í þeim gæti vakið upp óþægilegar tilfinningar, midasala@leikhusid.is.
Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ í tengslum við sýninguna hefst 23. nóvember
Dagskrá námskeiðs:
• Fyrirlestrarkvöld, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 20:00 – 22:00.
Hrafnhildur Hagalín og Guðrún Vilmundardóttir fjalla um höfundinn, sögurnar, leikgerðina og uppsetninguna.
• Heimsókn á æfingu í Þjóðleikhúsinu, þriðjudaginn 30. nóvember kl. 13:00 – 15:00.
• Forsýning í Þjóðleikhúsinu, miðvikudaginn 22. desember kl. 20:00.
Umræður með þátttöku listrænna aðstandenda sýningarinnar í lokin.
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2020/08/Screenshot-2021-11-09-at-13.48.21-20x12.png)