Kardemommubærinn
Eftirlætis barnaleikrit þjóðarinnar gleður og sameinar kynslóðir
Kardemommubærinn hlaut frábærar viðtökur þegar hann var frumsýndur á síðasta leikári og nú þegar hafa 25 þúsund miðar verið seldir. Nú gefst enn fleiri áhorfendum færi á að sjá þessa bráðskemmtilegu og kraftmiklu sýningu, á ástsælasta barnaleikriti íslenskrar leikhússögu.
„Hvar er Kasper, hvar er Jesper, hvar er Jónatan?“
Kardemommubær er yndislegur bær, fullur af skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þrennt ógnar þó friðsældinni í bænum, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga Soffía frænka! Þegar ræningjarnir fá þá hugdettu að ræna sjálfri Soffíu frænku til að sjá um húsverkin fyrir sig færist heldur betur fjör í leikinn.
Sýning ársins á sögum
Sýningin hlaut verðlaun sem leiksýning ársins á Sögum – verðlaunahátíð barnanna, auk þess sem leikararnir í hlutverkum ræningjanna voru verðlaunaðir. Þá hlaut sýningin Grímuverðlaunin fyrir búninga og var jafnframt tilnefnd fyrir sviðshreyfingar.
Ýmiss konar Kardemommubæjarvarningur er á boðstólum.
Tónlistin úr sýningunni er komin út á geisladiski og vínil og er aðgengileg á efnisveitum.
Thorbjörn Egner
Egner var afar fjölhæfur listamaður, fékkst við myndlist og samdi ljóð, sögur, leikrit og tónlist. Hann er einna þekktastur fyrir leikrit sín Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og Karíus og Baktus, en hann sendi einnig frá sér fjölda bóka, myndskreytti bækur og vann margskonar barnaefni fyrir útvarp. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum barnamenningar, og sá meðal annars um útgáfu lestrarbóka fyrir börn.
Nánar má lesa um Egner hér.
LEIKARAR
Hljómsveit
Listrænir stjórnendur
Tónlistin í sýningunni er eftir Thorbjörn Egner, að undanskildu laginu vð Rakaravísur, sem er eftir Bjarne Amdahl. Útsetning tónlistar: Karl Olgeir Olgeirsson og hljómsveit.