Mútta Courage og börnin

Mútta Courage og börnin

Eitt magnaðasta leikrit 20. aldarinnar í áhrifamikilli uppsetningu
Frumsýnt
26. okt. ’23
Miðaverð
7250 kr.
Áætluð lengd
2.45, eitt hlé

Eitt magnaðasta leikrit 20. aldarinnar í áhrifamikilli uppsetningu

Þetta magnþrungna leikrit Bertolts Brechts og Margarete Steffin um eyðingarmátt stríðsins, kapítalismann og sjálfsbjargarviðleitni einstaklinganna talar nú til okkar af endurnýjuðum krafti.

Leikritið fjallar um ólíkindatólið Múttu Courage sem ferðast um í stríðshrjáðri Evrópu með söluvagn sinn. Hún hefur lifibrauð sitt af því að selja hernum varning og einsetur sér að komast af ásamt stálpuðum börnum sínum þremur. Mútta Courage er hörkutól, kjaftfor og fyndin, sölumaður af guðs náð, en sú spurning verður sífellt ágengari hver sé í rauninni að græða.

Í sýningunni hljómar ný tónlist eftir Valgeir Sigurðsson og Helga Hrafn Jónsson.

Allt frá því að verkið var frumflutt hafa áhorfendur víðs vegar um heim hlegið og grátið með Múttu Courage, sem hlýtur að teljast ein magnaðasta kvenpersóna leikbókmenntanna. Verkið birtist okkur nú í glænýrri gerð sem kemur skemmtilega á óvart.

This season we offer captioning in English for the 7th performance of productions on our Main Stage. 

6. sýning – umræður eftir sýningu.
7. sýning – textun á ensku og íslensku.

Kveikjumerking (e. Trigger Warning): Sjá nánar um viðvaranir vegna umfjöllunarefnis leiksýninga og notkunar tæknibúnaðar hér.

Ég er fyrst og fremst að reyna að framfleyta mér og börnunum mínum með þessum vagni hérna. Þetta er rekstur, ekki fasteign. Og ég hef engan tíma fyrir einhvern prívat bisness.

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Titill á frummáli: Mutter Courage und ihre Kinder

Upprunaleg tónlist við verkið er eftir Paul Dessau, en hún er ekki notuð í sýningunni.

Sýningarréttur: Nordiska ApS, www.nordiska.dk

Tónlistin í sýningunni

Tónlistin í sýningunni er eftir þá Valgeir Sigurðsson og Helga Hrafn Jónsson. Öll lögin þrettán eru komin út á tónlistarveitum. Í þessari útgáfu syngur Helgi Hrafn öll lögin en á sýningunum sjálfum er það í höndum leikara sýningarinnar að syngja lögin.Þeir félagar Valgeir og Helgi Hrafn eiga að baki langt og farsælt samstarf sem hefur borið ríkulegan ávöxt.

 

OPNA SPOTIFY

Brecht í íslensku leikhúsi

Hér má sjá lista yfir uppsetningar á sýningum Bertholts Brecht í íslensku leikhúsi:

 

NÁNAR

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjórn
Aðstoðarmaður leikstjóra
Leiksviðsstjóri
Leiksvið, yfirumsjón sýningar
Tæknimaður sýningar
Leikmunavarsla á sýningum
Teymisstjóri leikmynda- og leikmunaframleiðslu
Yfirumsjón leikmuna
Aðstoð við leikmunagerð
Aðstoð við leikmunagerð og málari
Smiður og tæknilegar útfærslur
Yfirumsjón búninga
Yfirumsjón leikgerva

Umsjón með skjátextum á 7. sýningu: Júlíana Kristín Jóhannsdóttir.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími