/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Helgi Hrafn Jónsson

/

Helgi Hrafn Jónsson semur tónlist ásamt Valgeiri Sigurðssyni fyrir Mútter Courage og börnin í Þjóðleikhússinu í vetur.

Helgi Hrafn Jónsson útskrifaðist úr einleikaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1999 og nam básúnuleik við Tónlistarháskólann í Graz í Austurríki. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu sem söngvari og lagahöfundur árið 2005, og hefur sent frá sér fimm hljómplötur. Frá árinu 2008 hefur hann unnið mikið með tónlistarkonunni Tinu Dickow. Í sameiningu hafa þau unnið að hljómplötum, spilað á yfir 600 tónleikum víða um heim, samið tónlist fyrir kvikmyndir og m.a. hlotið dönsku kvikmyndaverðlaunin. Helgi hefur farið í fjölmargar tónleikaferðir þar sem hann hefur flutt eigin tónlist, en einnig ásamt öðru tónlistarfólki og hljómsveitum. Helgi hefur samið leikhústónlist fyrir sýningar þýska leikhúslistamannsins Falks Richter. Hann samdi tónlist við verkið For the Disconnected Child fyrir Þjóðaróperuna í Berlín. Helgi var útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2015.

/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími