/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Una Þorleifsdóttir

Leikstjóri
/

Una Þorleifsdóttir lauk MA-prófi í leikstjórn frá Royal Holloway, University of London 2004, og áður BA-prófi í leikhúsfræðum og list frá Goldsmiths College. Hún leikstýrir Múttu Courage í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún hefur leikstýrt fjölda sýninga innan lands sem utan og hefur starfað við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands, m.a. sem fagstjóri sviðshöfundabrautar á árunum 2013-2021. Meðal leikstjórnarverkefna Unu eru Ást og upplýsingar, Atómstöðin-endurlit, Óvinur fólksins, Tímaþjófurinn og Gott fólk í Þjóðleikhúsinu, Prinsessuleikarnir, Síðustu dagar Sæunnar og Þétting hryggðar í Borgarleikhúsinu og Zaraza og ≈ [PRAWIE RÓWNO] í Teatr Stefana Zeromskiego w Kielcach í Póllandi. Una hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins fyrir Atómstöðina-endurlit og Gott fólk, og var tilnefnd fyrir Ást og upplýsingar, Tímaþjófinn og ≈ [um það bil]. Hún hlaut Grímuna ásamt öðrum fyrir leikrit ársins fyrir leikgerð af Konunni við 1000°, og Atómstöðin-endurlit var valin sýning ársins.

Una Þorleifsdóttir er sjálfstætt starfandi leikstjóri. Hun útskrifaðist frá Royal Holloway, University of London árið 2004 með MA in Theatre (Directing); fyrir það útsrifaðist hún með BA (Honours) in Drama and Theatre Arts frá Goldsmiths, College, University of London og lærði frönsku og menningu í Université de Provence, Aix-Marseille I, í Frakklandi. Una hefur a sínum ferli leikstýrt fjölda sýninga innan lands sem utan. Meðal sýninga sem Una hefur leikstýrt eru: Ást og upplýsingar, Atómstöðin – endurlit, Óvinur Fólksins, Tímaþjófurinn og Gott fólk i Þjóðleikhúsinu. Prinsessuleikarnir, Síðustu dagar Sæunnar og Þétting Hryggðar i Borgarleikhusinu, og Zaraza og ≈ [PRAWIE RÓWNO] í Teatr Stefana Zeromskiego w Kielcach í Póllandi. Una var fyrst lektor og síðar dósent við Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands fram á vor 2022. Við Sviðslistadeild starfaði Una sem Fagstjóri Sviðshöfundabrautar fra 2013 til 2021 og sem staðgengill Deildarforseta veturinn 2020 til 2021. Una hefur verið tilnefnd til Grímunnar sem Leikstjóri ársins fimm sinnum; fyrir Ást og upplýsingar árið 2022, Atómstöðin – endurlit árið 2020, ≈ [um það bil] árið 2016 og fyrir Gott fólk og Tímaþjófurinn árið 2017. Hún hlaut Grímuna sem Leikstjóri ársins fyrir Atómstöðin – endurlit árið 2020 og fyrir Gott fólk árið 2017. Leikgerð hennar af, Konan við 1000°, sem var unnin í samstarfið við Hallgrím Helgason og Símon Birgisson, hlaut Grímuna sem Leikrit ársins 2015 og Atómstöðin – endurlit hlaut Grímuna sem Sýning ársins 2020. Frekari upplysingar og myndir af verkum ma finna vefsiðunni unathorleifsdottir.com

http://www.unathorleifsdottir.com

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími