/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Una Þorleifsdóttir

Leikstjóri
/

Una Þorleifsdóttir útskrifaðist sem leikstjóri frá Royal Holloway, University of London árið 2004 en hafði áður stundað nám í leikhúsfræðum og list við Goldsmiths College. Fyrri leikstjórnarverkefni Unu hér eru Ást og upplýsingar, Atómstöðin-endurlit, Óvinur fólksins, Tímaþjófurinn, Gott fólk, ≈ [um það bil], Konan við 1000° og Harmsaga. Hún leikstýrði Zaraza og ≈ [PRAWIE RÓWNO] í Kielcach í Póllandi og Þéttingu hryggðar og Dúkkuheimilinu 2. hluta í Borgarleikhúsinu. Hún starfar sem dósent við sviðslistadeild LHÍ. Hún hlaut Grímuna fyrir Atómstöðina og Gott fólk, og var tilnefnd fyrir Tímaþjófinn og ≈ [um það bil]. Hún var meðal höfunda sem hlutu Grímuna fyrir Konuna við 1000°.

 

Meira um feril:

Una útskrifaðist sem leikstjóri frá Royal Holloway, University of London árið 2004 en hafði áður stundað nám í leikhúsfræðum og list við Goldsmiths College, University of London.

Helsu leikstjórnarverkefni Unu við Þjóðleikhúsið eru Atómstöðin – endurlit, Óvinur fólksins, Tímaþjófurinn, Gott fólk, ≈ [um það bil], Konan við 1000° og Harmsaga sem var einnig sýnd á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni World Stages í Kennedy Center for the Performing Arts í Washington, DC.

Meðal annarra leikstjórnarverkefna Unu eru ≈ [PRAWIE RÓWNO] í Theatr im. Stefana Zeromskiego w Kielcach í Póllandi, Dúkkuheimilið, annar hluti í Borgarleikhúsinu, Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti, samstarfsverkefni STunu og Þjóðleikhússins og Nú er himneska sumarið komið í Árbæjarsafni.

Una starfar einnig sem lektor og fagstjóri við sviðslistadeild LHÍ.

Una var tilnefnd til Grímunnar fyrir leikstjórn sína á Ást og upplýsingum, Tímaþjófnum og ≈ [um það bil] og hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins 2017 fyrir Gott fólk. Konan við 1000° hlaut Grímuverðlaunin fyrir leikrit ársins, en höfundar handrits voru Hallgrímur Helgason, Una Þorleifsdóttir og Símon Birgisson.

http://www.unathorleifsdottir.com

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími