/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Arturs Zorģis

Smiður og leiktjaldamálari
/

Arturs Zorģis er myndlistarmaður og hönnuður frá Lettlandi sem býr og starfar í Reykjavík. Hann starfar á smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, en vinnur jafnframt að myndlist og hönnun. Hann gerir búninga fyrir Nokkur augnablik í Þjóðleikhúsinu.

Arturs nam myndlist og hönnun við Ventspils listaskólann, Ventspils Creative House og Janis Rozentals Riga listaskólann í Lettlandi. Arturs á og rekur ARTTU design, en undir því merki skapar hann úr ýmsum efnum fatnað, fylgihluti og húsmuni sem eru innblásnir af geómetrískum formum og umhverfi. Hann er einnig meðeigandi, hönnuður og listrænn stjórnandi lettneska vörumerkisins TWACH sem vinnur föt úr endurunnum efnum. Hann hefur tekið þátt í samsýningum í Lettlandi og selt myndlist í galleríum í Lettlandi. Arturs hefur staðið fyrir tískusýningum bæði í Lettlandi og á Íslandi. Hann sýndi m.a. fatahönnun sína í Þjóðleikhúsinu árið 2016 og myndir af hinni nýju fatalínu hans hafa þegar birst víða í tímaritum.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími