Eltum veðrið
Sannkölluð gleðisýning eftir drepfyndinn leikhóp Þjóðleikhússins
Bráðfyndið nýtt verk, samið af mörgum fremstu gamanleikurum þjóðarinnar úr leikhópi Þjóðleikhússins, unnið upp úr missönnum sögum af útilegum á Íslandi þar sem allt fer í steik. Hér er unnið með list leikarans og samband hans við áhorfendur af hugmyndaauðgi, fjöri og hæfilegu kæruleysi, um leið og þjóðarsálin er krufin. Óborganlegar aðstæður sem við þekkjum öll – alltof vel.
Sýning um þjóðaríþrótt okkar Íslendinga: Að elta veðrið!
Útilegan þar sem allt fer í steik
Skrautlegur vinahópur heldur í sína árlegu útilegu þar sem allt þarf að vera á sínum stað – rétta stæðið fyrir hjólhýsin, moðsteikta holulambið, sándboxið og allt hitt. En nú er samt ekkert eins og það var, því það vantar eina í hópinn. Hver og einn er með sínar hugmyndir um það hvernig eigi að bregðast við nýrri stöðu og hin árlega samkoma vinahópsins tekur óvænta og stórvarasama stefnu. Veit Hjálmar um öskuna? Nær Guðrún að loka stóra málinu? Mun viðhafnarnámið nýtast Andra á toppnum? Þarf að fela vínið fyrir Rögnu? Og er David Clark allur þar sem hann er séður?
Leikhópurinn
Myndbönd
Listrænir stjórnendur
Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir tóku þátt í að móta verkið í upphafi vinnuferlisins.
Aðrir aðstandendur
Raddir
Veðurfréttakona: Kristín Hermannsdóttir.
Útvarpsþulur: Siggi Gunnars (Sigurður Þorri Gunnarsson).
Þakkir
Sérstakar þakkir fær fyrirtækið Víkurverk og starfsfólk þess fyrir lánið á hjólhýsinu og ýmsum munum, mikla hjálpsemi og frábæran stuðning. Einnig fá Sigríður Birna Bragadóttir og fjölskylda sérstakar þakkir fyrir lánið á appelsínugula húsbílnum. Dóru miðasölustjóra er þakkað fyrir sósuuppskriftina. Ólafur Ásgeirsson fær einnig þakkir fyrir aðstoð á lokametrunum.