
Leikhússkóli Þjóðleikhússins – Sýning 2025
Leikhússkóli Þjóðleikhússins – Útskriftarsýning 2025
Fyrsti útskriftarárgangur Leikhússkóla Þjóðleikhússins setur upp eigin leiksýningu, sem samanstendur af fjórum stuttum leikverkum eftir nemendur úr skólanum, og er hún að öllu leyti unnin og flutt af nemendum.
Nemendur leikhússkólans hafa á leikárinu fengið að kynnast starfsemi allra deilda Þjóðleikhússins sem og starfi listrænna stjórnenda við leiksýningar, og prófað sig áfram með þá kunnáttu sem þau hafa öðlast. Í síðasta hluta námsins verða nemendur að leikhóp þar sem þau setja saman sína eigin sýningu og ganga í öll störf sem uppsetning leiksýningar krefst.
Nemendahópurinn í ár vann fjögur 30 mínútna verk sem mynda útskriftarsýninguna. Nemendur sjá um framleiðslu, handritaskrif, leikstjórn, leikmynda- og búningahönnun, hljóðhönnun, ljósahönnun, dans- og sviðshreyfingar, sýningarstjórn og leik, undir handleiðslu kennara með stuðningi frá starfsfólki Þjóðleikhússins.
Þann 7. júní er uppskeruhátíð á Litla sviði Þjóðleikhússins við Lindargötu þar sem nemendur sýna afrakstur vinnu sinnar. Sýningin er flutt tvisvar á sama degi, kl. 14:00 og kl. 18:00 og tekur rúma tvo tíma með hléi. Aðalæfing verður föstudaginn 6. júní kl. 13:00. Miðaverð er 500 kr. og miðasala fer fram á tix.is.
Viðvörun vegna tækni: Notuð eru blikkljós í sýningunni og reyktar eru leikhússígarettur.

07.06.2025
Hvað er fólkið í kringum okkur að ganga í gegnum í dag? Í samtölum sem eiga sér stað á bekk í almenningsgarði skyggnumst við inn í líf fólks, og sjáum hvaða sögur hversdagsleikinn hefur að geyma.
Leikarar:
Hekla og fleiri hlutverk – Agla Bríet Bárudóttir
Útskriftarnemi – Elín Snæfríður M.Conrad
Heimilislaus maður og fleiri hlutverk – Krummi Kaldal Jóhannsson
Viðgerðarmaður og fleiri hlutverk – Ólafur Jökull Hallgrímsson
Ólétt kona og fleiri hlutverk – Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir
Aukahlutverk – Lea Alexandra Gunnarsdóttir
Aðstandendur:
Höfundur: Elín Snæfríður M.Conrad & leikhópurinn
Leikstjóri: Þorsteinn Sturla Gunnarsson
Aðstoðarleikstjóri: Agla Bríet Bárudóttir
Framleiðsla og sýningastjórn: Auður Árnadóttir
Leikmynda- og leikmunahönnuður: Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir
Búningahönnuður: Elín Snæfríður M.Conrad
Ljósahönnuður: Ólafur Jökull Hallgrímsson
Hljóðhönnuður: Ólafur Jökull Hallgrímsson & Agla Bríet Bárudóttir

Síðasta ástin fyrir pólskiptin
Miðnætti nálgast óðfluga. Þær hefðu ekki viljað vera með neinum öðrum en hvor annarri. Eftirsjáin er lamandi. Hvað ef að allt endar í kvöld?
Leikarar:
Gígja – Jóna Margrét Guðmundsdóttir
Lovísa – Lára Stefanía Guðnadóttir
Fríða – Olga Maggý Winther
Steinvör – Thea Snæfríður Kristjánsdóttir
Embla – Sigríður Rut Ragnarsdóttir Ísfeld
Aðstandendur:
Höfundur: Ástrós Hind Rúnarsdóttir
Leikstjóri: Erna María Ármann
Framleiðsla og sýningastjórn: Nadía Hjálmarsdóttir
Leikmyndahönnuður: Dóra Bjarkardóttir
Búningahönnuður: Olga Maggý Winther
Ljósahönnuður: Lára Stefanía Guðnadóttir
Hljóðhönnuðir: Jóna Margrét Guðmundsdóttir & Matthías Davíð Matthíasson

Höfundarverk
Hann þráir ekkert heitara en að verða leikari þótt leiðin að því markmiði ætli að reynast honum torsótt. Hana langar öllu öðru fremur að verða skáld og finnst það að skrifa margfalt merkilegra en það að lifa. Þau eru par og finnst þau skilja hvort annað. Óvænt fær hann langþráð tækifæri til að leika – og það í verki eftir hana. Í ljós kemur að þetta er leikrit sem hún hefur skrifað algjörlega án hans vitundar og samþykkis, um sársaukafulla og persónulega reynslu hans sem hann hefur trúað henni fyrir.
Leikarar:
María – Agla Bríet Bárudóttir
Lísa – Elín Snæfríður M.Conrad
Eyvi – Krummi Kaldal Jóhannsson
Elma – Jóna Margrét Guðmundsdóttir
Gunnar og kennarinn – Ólafur Jökull Hallgrímsson
Eyja – Thea Snæfríður Kristjánsdóttir
Aðstandendur:
Höfundur: Thea Snæfríður Kristjánsdóttir
Leikstjóri: Lea Alexandra Gunnarsdóttir
Framleiðsla og sýningastjórn: Auður Árnadóttir
Leikmyndahönnuður: Thea Snæfríður Kristjánsdóttir
Búningahönnuður: Krummi Kaldal Jóhannsson
Ljósahönnuður: Ólafur Jökull Hallgrímsson
Hljóðhönnuður: Agla Bríet Bárudóttir

Óhamingjusöm til æviloka
Prinsinn bjargar prinsessunni úr turninum, brýtur álögin með sönnum ástarkossi, og þau lifa hamingjusöm til æviloka! Þannig hefur það alltaf gerst…
Leikarar:
Emilía – Sigríður Rut Ragnarsdóttir Íseld
Talía – Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir
Ævintýri – Erna María Ármann
Ævintýri – Lára Stefanía Guðnadóttir
Ævintýri – Olga Maggý Winther
Aðstandendur:
Höfundur: Þorsteinn Sturla Gunnarsson
Leikstjóri: Ástrós Hind Rúnarsdóttir
Framleiðsla og sýningastjórn: Nadía Hjálmarsdóttir
Leikmyndahönnuður: Olga Maggý Winther
Búningahönnuður: Dóra Bjarkardóttir
Ljósahönnuður: Erna María Ármann
Hljóðhönnuður: Matthías Davíð Matthíasson

Umsóknarferli fyrir Leikhússkóla Þjóðleikhússins leikárið 2025-2026 hefur þegar farið fram, en auglýst verður að nýju eftir umsækjendum vorið 2026.
Útskriftarnemar 2025:
Agla Bríet Bárudóttir, tónskáld, hljóðmynd, leikari
Ástrós Hind Rúnarsdóttir, höfundur, leikstjóri
Auður Árnadóttir, framleiðsla og sýningarstjórn
Dóra Bjarkadóttir, leikmynd, búningar, gervi
Elín Snæfríður M. Conrad, höfundur, búningahönnuður, leikari
Erna María Ármann, leikstjórn, ljóshönnun, leikari
Jóna Margrét Guðmundsdóttir, tónskáld, hljóðmynd, leikari
Krummi Kaldal Jóhannsson, búningar, props, leikari
Lára Stefanía Guðnadóttir, sviðshreyfingar, ljós, leikari
Lea Alexandra Gunnarsdóttir, leikstjórn, leikari
Matthías Davíð Matthíasson, tónskáld, hljóðmynd
Nadía Hjálmarsdóttir, framleiðsla og sýningarstjórn
Ólafur Jökull Hallgrímsson, ljósahönnun, hljóðhönnun, leikari
Olga Maggý Erlendsdóttir, leikmynd, búningar, leikur
Sigríður Rut Ragnarsdóttir, leikari
Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir, leikmynd, props, leikari
Thea Snæfríður Kristjánsdóttir, höfundur, leikmynd, leikari
Þorsteinn Sturla Gunnarsson, höfundur, leikstjóri

Útskriftarnemar















