/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Thea Snæfríður Kristjánsdóttir

/

Leikhússkóli Þjóðleikhússins, útskrift vorið 2025.

Thea Snæfríður Kristjánsdóttir er nemandi í bókmenntafræði, leikkona og upprennandi handritshöfundur með mikla reynslu í sviðslistum. Hún hefur leikið í sjónvarpsþáttum á borð við Systrabönd og The Darkness, auk þess að hafa komið fram í útvarpsleikritum og leiksýningum í Þjóðleikhúsinu og Gaflaraleikhúsinu. Thea hefur einnig skrifað og leikstýrt verkum, sumarið 2024 samdi hún leikritið ÞÆR hjá Listhópum Hins hússins og haustið 2024 samdi hún og leikstýrði verkinu BARDEGI sem var sett upp á Ungleik. Hún var formaður Herranætur, leikfélags MR, ásamt því að koma fram í uppsetningum Herranætur og Frúardags.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími