/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Auður Árnadóttir

/

Leikhússkóli Þjóðleikhússins, útskrift vorið 2025.

Auður Árnadóttir er tónlistarkona með fjölbreytta reynslu af leikist, söng og félagsstörfum. Hún er stúdent af Nýsköpunar- og listabraut í  Verzlunarskóla Íslands og stundar nú nám í Leikhússkóla Þjóðleikhússins. Auður hefur sterkan bakrunn í tónlist og er nú hljómborðsleikari og söngkona í hljómsveitinni Dóra & Döðlurnar. Auður hefur einnig keppt í ýmsum söngvakeppnum og náð góðum árángri, þar á meðal sem bakrödd í söngvakeppni sjónvarpsins 2025. Auk tónlistar hefur hún mikla reynsu af leiklistar- og félagsstörfum. Hún var meðlimur í Nemendamótsnefnd Verzló í 2 ár, þar sem hún sá um framleiðslu á söngleik skólans. Þar tók hún þátt í framleiðslu söngleiksins “Hvar er draumurinn” skrifað og leikstýrt af Höskuldi Þór Jónsson og “Rocketman” skrifað og leikstýrt af Júlíönu Söru Gunnarsdóttur. Hún var einnig aðstoðar leikstjóri á þriðja ári sínu í Verzló þegar Listafélagið setti upp sýninguna “Allir á Svið” í leikstjórn Níels Thibaud Girerd og Starkaðs Péturssonar.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími