Leikhússkóli Þjóðleikhússins, útskrift vorið 2025.
Erna María Ármann er upprennandi leikkona og leikstjóri með víðtæka reynslu í framleiðslu sviðsverka. Hún sat í stjórnunarstöðu sem formaður Verðandi, leikfélags FG, þar sem hún hafði umsjón með framleiðsluferlum sýninga. Reynsluna nýtti hún í að leikstýra söngleikjum 9. og 10. bekkjar í Garðaskóla. Hún hefur einnig leikið í nokkrum sýningum og aflað sér dýrmætrar reynslu í leiklistarnámi við FG og Leikhússkóla Þjóðleikhússins.