Sigríður Rut Ragnarsdóttir er upprennandi leikkona og danshöfundur, útskrifaðist af Listnámsbraut hjá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og er nú í námi við Leikhússkóla Þjóðleikhússins. Hún hefur starfað sem danshöfundur hjá Leikfélagi Keflavíkur í söngleikjunum Grease og Jólasaga í Aðventugarðinum. Sigríður hefur einnig leikið í sýningum hjá Leikfélagi Keflavíkur og Leikfélaginu Verðandi og hefur nýlega tekið að sér að sitja í stjórn Leikfélags Keflavíkur. Þar má nefna Fyrsti Kossinn (áhugasýning ársins 2022), Ronja Ræningjadóttir og Reimt.

Starfsfólk Þjóðleikhússins