/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sigríður Rut Ragnarsdóttir

/

Sigríður Rut Ragnarsdóttir er upprennandi leikkona og danshöfundur, útskrifaðist af Listnámsbraut hjá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og er nú í námi við Leikhússkóla Þjóðleikhússins. Hún hefur starfað sem danshöfundur hjá Leikfélagi Keflavíkur í söngleikjunum Grease og Jólasaga í Aðventugarðinum. Sigríður hefur einnig leikið í sýningum hjá Leikfélagi Keflavíkur og Leikfélaginu Verðandi og hefur nýlega tekið að sér að sitja í stjórn Leikfélags Keflavíkur. Þar má nefna Fyrsti Kossinn (áhugasýning ársins 2022), Ronja Ræningjadóttir og Reimt.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími