/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Agla Bríet Bárudóttir

/

Leikhússkóli Þjóðleikhússins, útskrift vorið 2025

Agla Bríet Bárudóttir er leik- og tónlistarkona sem lauk stúdentsprófi af Nýsköpunar- og listabraut frá Verzlunarskóla Íslands. Hún stundaði nám í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst ásamt því að vera í Leikhússkóla Þjóðleikhússins en byrjar í leikaranámi í Listaháskóla Íslands í haust. Hún hefur leikið í ýmsum leikhúsuppfærslum, þar á meðal í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og Gaflaraleikhúsinu, sem og í sjónvarpsþáttunum Húsó á RÚV. Einnig hefur hún verið að semja, gefa út tónlist og koma fram undir listamannanafninu AGLA.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími