/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Nadía Hjálmarsdóttir

/

Leikhússkóli Þjóðleikhússins, útskrift vorið 2025.

Nadía Hjálmarsdóttir hefur víðtæka reynslu af verkefnastjórnun og framleiðslu innan skapandi greina. Hún lauk diplómanámi í praktískri kvikmyndaframleiðslu frá European Film College í Danmörku og stundar nú BA nám í Skapandi greinum við Háskólann á Bifröst. Árið 2024 starfaði hún í framleiðsludeild kvikmyndahátíðarinnar RIFF og stofnaði jafnframt hátíðina Ebeltoft Film Festival í Danmörku. Auk kvikmyndaframleiðslu hefur Nadía sinnt störfum sem danshöfundur og leikstjóri við Söngleikjadeild Dansskóla Birnu Björns. Þá hefur hún einnig unnið við framleiðslu og komið fram í fjölmörgum uppsetningum á vegum Listafélagsins og Nemendamótsnefndar Verzlunarskóla Íslands á árunum 2020 til 2023.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími