Leikhússkóli Þjóðleikhússins, útskrift vorið 2025.
Dóra Bjarkadóttir er upprennandi búningahönnuður með víðtæka reynslu í búningahönnun og tæknivinnu. Hún hefur sinnt lykilhlutverkum í leikmyndasmíði, uppsetningu á leikskrám, búningum og ljósavinnu í uppsetningum Verzlunarskóla Íslands, sem og búningahönnun fyrir keppendur í Dance World Cup. Dóra er menntaður förðunarfræðingur úr Reykjavík Makeup School og stundar nú nám við Leikhússkóla Þjóðleikhússins.