/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ólafur Jökull Hallgrímsson

/

Leikhússkóli Þjóðleikhússins, útskrift vorið 2025.

Ólafur Jökull er leikari, leikskáld, ljósa- og hljóðhönnuður, en umfram allt framsóknarlegur heimspekingur. Ólafur stundar stjórnmálafræðinám við Háskóla Íslands og hyggst sækja skiptinám til Japan. Að auki hefur Ólafur lokið einu ári við íslenskudeild HÍ. Ólafur er mikill áhugamaður um íslenska tungu og menningu, og hvernig hún tengist samfélaginu og ekki síst leikhúsinu. Ólafur hefur þó nokkra reynslu af áhugaleikhúsi frá menntaskólaárunum, þar af má nefna burðarhlutverk í Grease og Með allt á hreinu, einnig hefur Ólafur gegnt aukahlutverkum í þáttaröðum sem og í sjálfstæðum verkefnum. Ólafur Jökull brennur fyrir íslensku leikhúsi og leggur mikið upp úr málefnalegri umræðu á sameiginlegum grundvelli, svo sem leikhúsinu.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími