Leikhússkóli Þjóðleikhússins, útskrift vorið 2025.
Ástrós Hind Rúnarsdóttir er menntaður bókmenntafræðingur, stundar nám við Leikhússkóla Þjóðleikhússins og mun hefja nám á Sviðshöfundabraut við Listaháskóla Íslands í haust. Hún þreytti frumraun sína í leikhúsi með verkinu “Sænginni yfir minni” á Ungleik 2024 sem hún skrifaði og leikstýrði. Hún hefur einnig aðstoðarleikstýrt hinum ýmsu sviðsverkum, þ.á.m. leikverkinu “Skeljar” sem er tilnefnt til Grímuverðlauna sem leikrit ársins.