Jólaboðið
Bráðfyndin og skemmtileg sýning sem heillaði áhorfendur á aðventunni í fyrra!
Í Jólaboðinu fylgjumst við með sögu íslenskrar fjölskyldu í leikandi sviðsetningu, eins og Gísla Erni er einum lagið. Við gægjumst inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili!
Viðburðarík saga íslenskrar fjölskyldu í 100 ár
Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman á jólunum, á ólíkum tímum, og upplifum með henni umrót heillar aldar; seinni heimsstyrjöldina, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og um leið vandræði fjölskyldunnar við að aðlaga sig breyttum háttum og innbyrðis venjum. Fjölskyldan reynir að halda í hefðirnar en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök.
Leikarar
Listrænir stjórnendur
Handrit: Gísli Örn Garðarsson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Byggt á verki Tyru Tønnessen, Julemiddag, sem er innblásið af The Long Christmas Dinner eftir Thornton Wilder.