/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Helga I. Stefánsdóttir

Búningahöfundur
/

Helga I. Stefánsdóttir starfar við leikhús og kvikmyndir sem leikmynda- og/eða búningahöfundur. Hún útskrifaðist úr leikmyndadeild L’Accademia di Belle Arti í Róm árið 1989. Meðal verkefna hennar í Þjóðleikhúsinu eru búningar fyrir Útsendingu, Heimkomuna, Macbeth, Lé konung, Afmælisveisluna, Heimsljós, Gerplu, Pétur Gaut, Ívanov, Þetta er allt að koma og RENT. Hún gerði hér leikmynd og búninga fyrir Pollock?, Þrettándakvöld, Hálsfesti Helenu, Já, hamingjan, Komdu nær, Kaffi og Krabbasvalirnar. Hún gerði m.a. leikmynd og búninga fyrir Sýninguna sem klikkar hjá LR og búninga fyrir Himnaríki og helvíti. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Brúðgumann og Djúpið og Grímuna fyrir Himnaríki og helvíti. Helga gerir búninga fyrir Jólaboðið í Þjóðleikhúsinu í vetur.

 

Nánar um feril:

 

Helga I. Stefánsdóttir
Leikmynda- og búningahöfundur

Menntun:
Lokapróf frá Leikmyndadeild við Accademia di Belle Arti di Roma, 1984 – 1989.
Stúdentspróf frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti frá Listasviði, 1982.
Verkefni í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi:
2021 Leikmynd og búningar fyrir stuttmyndina Samræmi
Leikstjórn: Kristín Eysteins
Polarama.
2021 Yfirmanneskja búningadeildar (Costume Supervisor) fyrir kvikmyndina Trace
Leikstjórn: Kyle Alvarez
Lunar Rover Productions, Walt Disney Studios, Truenorth Productions.
2021 Búningar fyrir innsetningu MacDonalds eftir Ragnar Kjartansson fyrir GES-2 Moskvu.
2020 Búningar fyrir kvikmyndina Sumarljós og svo kemur nóttin
Leikstjórn: Elfar Aðalsteins
Berserk films, Pegasus.
2020 Búningar fyrir Útsendingin
Höfundur Lee Hall byggt á kvikmyndahandriti Paddy Chayefsky. Leikstjórn Guðjón Karlsson.
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið.
2019 Búningar fyrir innsetningu Terrible Terrible eftir Ragnar Kjartansson fyrir GES-2 Moskvu.
2019 Yfirmanneskja búningadeildar (Costume Supervisor) fyrir kvikmyndina The Midnight Sky
Leikstjórn George Clooney.
Anonymous Content, Netflix, Smokehouse Pictures, Syndicate Entertainment, True North Poductions.
2019 Búningar fyrir átta þátta sjónvarpsseríuna Ísalög
Leikstjórn: Cecilie Mosli, Thale Persen og Guðjón Jónsson.
Yellow Bird og Saga Film.
Tilnefnt til Edduverðlauna; bestu búningar ársins 2021.
2018 Búningar fyrir Stríð
Höfundar Ragnar Kjartansson and Kjartan Sveinsson.
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið.
2018 Leikmynd og búningar fyrir Sýningin sem klikkar
Höfundar Henry Lewis, Henry Shields og Jonathan Sayer. Leikstjórn Halldóra Geirharðsdóttir.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Nýja sviðið.
2018 Búningar fyrir Himnaríki og helvíti
Höfundur Jón Kalman Stefánsson í leikgerð Bjarna Jónssonar. Leikstjórn Egill Heiðar Anton Pálsson.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Stóra Sviðið.
Grímuverðlaun: Búninga árssins 2018.
Grímuverðlaun: Sýning árssins 2018.
2017 Yfirmanneskja búningadeildar (Costume Supervisor) fyrir Moncler auglýsingu Liu Brolin og Anne
Leibowich.
2017 Búningar fyrir Natan
Höfundur Salka Guðmundssdóttir og hópurinn. Leikstjórn Marta Nordal.
Aldrei óstelandi á Litla sviði Borgarleikhússins.
2017 Búningar fyrir Fórn – No Tomorrow
Höfundar Ragnar Kjartansson, Margrét Bjarnadóttir og
Íslenski dansflokkurinn í Borgarleikhúsi, Stóra Sviðið.
Grímuverðlaun: Sýning árssins 2017.
2017 Búningar fyrir kvikmyndina Aumingja elskendurnir
Leikstjórn Maximilian Hult.
Framleiðandi LittleBig Productions.
2017 Leikmynd og búnigar Mannsröddin
Höfundur Francis Poulenc. Leikstjórn Brynhildur Guðjónsdóttir.
Íslenska Óperan í Kaldalóni, Hörpu.
2016 Leikmynd og búnigar Ræman
Höfundur Anny Baker. Leikstjórn Dóra Jóhannsdóttir.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Nýja sviðið.
2016 Búningar fyrir kvikmyndina Fyrir framan annað fólk
Leikstjórn Óskar Jónasson.
Framleiðandi True North.
2016 Búningar fyrir Old Bessastaðir
Höfundur Salka Guðmundssdóttir. Leikstjórn Marta Nordal.
Sokkabandið í Tjarnarbíói.
2016 Búningar fyrir Hver er hræddur við Virginíu Woolf
Höfundur Edward Albee. Leikstjórn Egill Heiðar Pálsson.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Nýja sviðið.
2015 Búningar Heimkoman
Höfundur Harold Pinter. Leikstjórn Atli Rafn Sigurðarson.
Þjóðleikhúsið, Stóra Sviðið.
2015 Búningar Billy Elliot
Höfundur Lee Hall og Elton John. Leikstjórn Bergur Þór Ingólfsson.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Stóra Sviðið.
Tilnefnt til Grímuverðlaunanna; bestu búningar ársins.
2014 Búningar fyrir hestaleiksýninguna Sleipnir í Fákaseli. Stjórnandi Guðmar Pétursson.
2014 Yfirmanneskja búningadeildar (Costume Supervisor) fyrir sjónvarpsþáttaröðina Sense8
Leikstjórn Andy and Lana Wachowski.
Georgeville Television, Netflix, True North.
2014 Búningar The World of Light.
Innsetning eftir Ragnar Kjartansson og vini.
TBA21_Augarten Vín. www.tba21.org
2014 Búningar fyrir Ofsa
Höfundur Einar Kárason. Leikstjórn Marta Nordal.
Aðlögun Marta Nordal, Jón Atli Jónasson og hópurinn.
Aldrei óstelandi og Þjóðleikhúsið.
2014 Leikmynd og búningar Beint í æð eftir Ray Coony.
Leikstjórn Halldóra Geirharðsdóttir.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Stóra Sviðið.
2013 Búningar Lúkas
Höfundur Guðmundur Steinsson. Leikstjórn Marta Nordal.
Aldrei óstelandi í samvinnu við Þjóðleikhúsið, Kassinn.
Tilnefnt til Grímuverðlaunanna; bestu búningar ársins.
2013 Yfirmanneskja búningadeildar (Costume Supervisor) fyrir viðbótar tökur á kvikmyndinni Noah
Leikstjórn Darren Aronofsky.
Framleiðandi Paramount Overseas Productions, True North.
2013 Leikmynd og búningar Pollock?
Höfundur Stephen Sachs. Leikstjórn Hilmir Snær Guðnason.
Þjóðleikhúsið, Kassinn.
2013 Búningar Carmen
Höfundur G. Bizet. Leikstjórn Jamie Hayes.
Íslenska óperan í Hörpunni.
2013 Aðstoð við búninga fyrir kvikmyndina Interstellar.
Leikstjórn Christopher Nolan.
Framleiðandi Legendary Pictures, Saga Film.
2013 Leikmynd og búningar Núna
Höfundar Salka Guðmundsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Tyrfingur Tyrfingsson.
Leikstjórn Kristín Eysteinsdóttir.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Litla Sviðið.
2012 Búningar Macbeth
Höfundur W. Shakespear. Leikstjórn Benedict Andrews.
Þjóðleikhúsið, Stóra Sviðið.
Tilnefnt til Grímuverðlaunanna; bestu búningar ársins.
2012 Leikmynd og búningar Rautt
Höfundur John Logan. Leikstjórn Kristín Jóhannesdóttir.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Litla Sviðið.
2012 Yfirmanneskja búningadeildar (Costume Supervisor) fyrir kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty
Leikstjórn Ben Stiller.
Framleiðandi Red House Entertainment, Twentieth Century Fox, True North.
2012 Leikmynd og búningar Beðið eftir Godot
Höfundur Samuel Beckett. Leikstjórn Kristín Jóhannesdóttir.
Kvenfélagið Garpur í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Litla Sviðið.
2012 Búningar fyrir tónlistarmyndbandið I Love You fyrir Woodkid.
Directed by Yoann Lemoin.
Comrad Film.
2012 Búningar Afmælisveislan
Höfundur Harold Pinter. Leikstjórn Guðjón Pedersen.
Þjóðleikhúsið, Kassinn.
2012 Búningar Sjöundá
Höfundur Gunnar Gunnarsson og hópurinn. Leikstjórn Marta Nordal.
Aldrei óstelandi í samvinnu við Þjóðleikhúsið, Kúlan.
2011 Búningar Heimsljós
Höfundur Halldór Laxness. Leikgerð og leikstjórn Kjartan Ragnarsson.
Þjóðleikhúsið, Stóra Sviðið.
2011 Búningar Galdrakarlinn í Oz
Höfundur Frank Baum. Leikstjórn Bergur Þór Ingólfsson
Borgarleikhúsið, Stóra Sviðið.
2010 Búningar Lér konungur
Höfundur W. Shakespeare. Leikstjórn Benedikt Andrews
Þjóðleikhúsið, Stóra Sviðið.
Tilnefnt til Grímuverðlaunanna; bestu búningar ársins.
2010 Búningar Enron
Höfundur Lucy Prebble. Leikstjórn Stefán Jónsson.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Stóra Sviðið.
2010 Búningar fyrir kvikmyndina Djúpið
Leikstjórn Baltasar Kormákur.
Framleiðandi Andakt ehf.
Edduverðlaun sem bestu búningar ársins.
2010 Búningar Gerpla
Höfundur Halldór Laxness.
Leikgerð Baltasar Kormákur og Ólafur Egill Egilsson. Leikstjórn Baltasar Kormákur
Þjóðleikhúsið, Stóra Sviðið.
Tilnefnt til Grímuverðlaunanna; bestu búningar ársins.
2009 Búningar fyrir kvikmyndina Mamma Gógó
Leikstjórn Friðrik Þór Friðriksson.
Framleiðandi Hughrif.
Tilnefnt til Edduverðlauna; bestu búningar ársins 2010.
2009 Búningar fyrir gamanþáttaröðina Martein, 6 þættir.
Leikstjórn Bjarni Haukur Þórsson.
Framleiðandi Saga Film.
2009 Leikmynd og búningar Þrettándakvöld
Höfundur W. Shakespear. Leikstjórn Rafael Banciotto.
Þjóðleikhúsið, Stóra Sviðið.
Tilnefnt til Grímuverðlaunanna fyrir búningar ársins.
2008 Leikmynd og búningar Dauðasyndirnar. Byggt á hinum Guðdómlega gleðileik e. Dante Alighieri.
Höfundar hópurinn. Leikstjórn Rafael Banciotto.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Litla svið.
Tilnefnt til Grímuverðlaunanna; bestu búningar ársins.
2008 Leikmynd og búningar Gítarleikararnir
Höfundur Line Knutzon. Leikstjórn Hilmir Snær Guðnason.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Litla svið.
2007 Búningar Ivanov
Höfundur Anton Tsjekov. Leikstjórn Baltasar Kormákur.
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið.
Tilnefnt til Grímuverðlaunanna; bestu búningar ársins.
2007 Búningar fyrir kvikmyndina Brúðguminn
Leikstjórn Baltasar Kormákur.
Framleiðandi Sögn / Ljósanótt.
Edduverðlaun sem bestu búningar ársins 2009.
2007 Búningar Hvílík gleði
Höfundar og stjórnendur Marta Nordal og Peter Andersson.
25 tímar / Dansleikhús Borgarleikhússins, Stóra svið.
2007 Leikmynd og búningar Hálsfesti Helenu
Höfundur Carole Freschette. Leikstjórn María Sigurðardóttir.
Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæðið.
2007 Leikmynd og búningar fyrir stuttmyndina Naglinn.
Leikstjórn Benedikt Erlingsson.
Markell Productions.
2007 Búningar fyrir stuttmyndina Harmsaga
Leikstjórn Valdimar Jóhannsson.
Framleiðandi Kvikmyndafélagið Tröllakirkja ehf.
2007 Búningar Ófagra veröld
Höfundur Anthony Neilson. Leikstjórn Benedikt Erlingsson.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Stóra svið.
Tilnefnt til Grímuverðlaunanna; bestu búningar ársins.
2006 Búningar Amadeus
Höfundur Peter Shaffer. Leikstjórn Stefán Baldursson.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Stóra svið.
2006 Búningar Pétur Gautur
Höfundur Henrik Ibsen. Leikstjórn Baltasar Kormákur.
Þjóðleikhúsið, Kassinn.
Sýningar einnig í National Teatret Oslo september 2006 og Barbican Center London mars 2007.
Tilnefnt til Grímuverðlaunanna; bestu búningar ársins.
2005 Yfirmanneskja búningadeildar (Costume Supervisor) fyrir kvikmyndina Flags of Our Fathers
Leikstjórn Clint Eastwood.
Framleiðandi TrueNorth, DreamWorks SKG, Malpaso Productions and Warner Bros. PicturesInc.
2005 Leikmynd og búningar Carmen
Höfundur Bizet. Leikstjórn Guðjón Pedersen.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Stóra svið.
2005 Búningar fyrir kvikmyndina Last Winter
Leikstjórn Larry Fassenden.
Framleiðandi Zik Zak, Antidote Films.
2004 Búningar fyrir Áramótaskaupið
Leikstjórn Sigurður Sigurjónsson
Framleiðandi RÚV.
2004 Búningar Úlfhamssaga ásamt Bergþóru Magnúsdóttur
Leikgerð Andri Snær Magnason, Gréta María Bergsdóttir og María Ellingsen. Leikstjórn María Ellingsen.
Annað svið í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Tilnefnt til Grímuverðlaunanna; bestu búningar ársins.
2004 Búningar fyrir kvikmyndina A Little Trip to Heaven
Leikstjórn Baltasar Kormákur.
Framleiðandi Sögn, Palomar Pictures.
2004 Búningar Þetta er allt að koma
Höfundar Hallgrímur Helgason og Baltasar Kormákur. Leikstjórn Baltasar Kormákur.
Þjóðleikhúsið, Stóra svið.
Tilnefnt til Grímuverðlaunanna; Bestu búningar ársins.
2004 Leikmynd fyrir sjónvarpsþáttaröðina Allir litir hafsins eru kaldir
Leikstjórn Anna Rögnvaldsdóttir.
Framleiðandi Kvikmyndafélagið Ax og Íslenska kvikmyndasamsteypan ehf.
2003 Leikmynd CommonNonsense
Höfundar CommonNonsense hópurinn. Leikstjórn John Wright
Hluta félag sf. í samvinnu við Reykfélag Reykjavíkur, Teater Pero og BAC.
Sýningar einnig í Teater Pero í Stokkhólmi mars 2004 og BAC í London mai 2004.
2003 Búningar fyrir kvikmyndina Niceland
Leikstjórn Friðrik Þór Friðriksson.
Framleiðandi Zik Zak, ofl.
2003 Búningar Púntila og Matti.
Höfundur Bertold Brecht. Leikstjórn Guðjón Pedersen.
Leikfélag Reykjavíkur, Stóra svið.
Tilnefnt til Grímuverðlaunanna; bestu búningar ársins.
2002 Búningar fyrir sjónvarpsmyndina Vírus í Paradís
Leikstjórn Olivier Langlois.
Framleiðandi Pegasus, ofl.
2002 Leikmynd og búningar HONK
Höfundar George Stiles og Anthony Drewe. Leikstjórn María Sigurðardóttir.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Stóra svið.
2002 Búningar fyrir kvikmyndina Kaldaljós
Leikstjórn Hilmar Oddsson.
Framleiðandi Íslenska kvikmyndasamsteypan ehf. og Peter Rommel Poductions.
2002 Búningar Lísa í Undralandi
Höfundur Lewis Carol. Leikstjórn María Sigurðardóttir.
3. bekkur Listaháskóla Íslands.
2001 Leikmynd og búningar Fífl í hófi
Höfundur Francis Veber. Leikstjórn María Sigurðardóttir.
Sögn í Íslensku Óperunni.
2001 Búningar fyrir kvikmyndina Fálkar
Leikstjórn Friðrik Þór Friðriksson.
Framleiðandi Íslenska kvikmyndasamsteypan ehf og Peter Rommel Productions.
2001 Leikmynd fyrir kvikmyndina Regína
Leikstjórn María Sigurðardóttir.
Framleiðandi Íslenska kvikmyndasamsteypan ehf og La Féte Productions.
2001 Leikmynd og búningar Já Hamingjan
Höfundur Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjórn Melkorka Tekla Ólafsdóttir.
Þjóðleikhúsið, Litla svið.
2000 Leikmynd og búningar Komdu nær
Höfundur Patrick Marber. Leikstjórn Guðjón Pedersen.
Þjóðleikhúsið, Stóra svið.
2000 Búningar fyrir kvikmyndina No Such Thing
Leikstjórn Hal Hartley.
Framleiðandi Zoetrope, True Fiction Pictures og Íslenska Kvikmyndasamsteypan ehf.
1999 Búningar Bláa herbergið
Höfundur David Hare. Leikstjórn María Sigurðardóttir.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Stóra svið.
1999 Búningar fyrir NPK
Höfundur og stjórnandi Katrín Hall
Íslenski Dansflokkurinn í Borgarleikhúsi.
1999 Búningar fyrir RENT
Höfundur Jonathan Larsson. Leikstjórn Baltasar Kormákur.
Þjóðleikhúsið í Loftkastalanum.
1999 Búningar fyrir Horft frá brúnni
Höfundur Arthur Miller. Leikstjórn Kristín Jóhannesdóttir.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Stóra svið.
1998 Búningar Tveir tvöfaldir
Höfundur Ray Cooney. Leikstjórn Þór Thulinius.
Þjóðleikhúsið, Stóra svið.
1998 Leikmynd fyrir Kosningasjónvarp
Dagskrárgerð fréttastofan Stöð 2.
1998 Leikmynd og búningar fyrir Ivanov
Höfundur Anton Tsjekov. Leikstjórn Guðjón Pedersen.
Nemendaleikhúsið í Lindarbæ.
1998/1999 Leikmynd fyrir menningarþáttinn Kristal, 64 þættir.
Dagskrárgerð Jón Karl.
Framleiðandi Stöð 2.
1998 Leikmynd “upplyfting” fyrir Ísland í dag
Dagskrárgerð fréttastofan Stöð 2.
1998 Leikmynd og búningar fyrir Kaffi
Höfundur Bjarni Jónsson. Leikstjórn Viðar Eggertsson.
Þjóðleikhúsið, Litla svið. Fulltrúi Íslands á Bonner Biennale, Bonn 1998.
1997 Leikmynd fyrir Börn sólarinnar
Höfundur Maxim Gorki. Leikstjórn Guðjón Pedersen.
Nemendaleikhúsið í Lindarbæ.
1997 Búningar fyrir kvikmyndina Sporlaust
Leikstjórn Hilmar Oddsson.
Framleiðandi kvikmyndafélagið Tónabíó.
1997 Leikmynd fyrir söfnunarþátt fyrir Hjartveik börn
Dagskrárgerð Anna Katrín.
Framleiðandi Stöð 2.
1997 Leikmynd og búningar fyrir Krabbasvalirnar
Höfundur Marianne Goldman. Leikstjórn María Kristjánsdóttir.
Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæði.
1997 Leikmynd fyrir barnaþættina Spékoppar
Dagskrárgerð Hákon Már Oddsson.
Framleiðandi Stöð 2.
1997 Leikmynd fyrir Ísland í dag
Dagskrárgerð fréttastofa Stöð 2.
1996 Leikmynd og búningar fyrir Largo Desolato
Höfundur Vaclav Havel. Leikstjórn Brynja Benediktsdóttir.
Leikfélag Reykjavíkur Borgarleikhúsi, Litla svið.
1996 Leikmynd fyrir tónleikaþáttinn Karlsvöku
Dagskrárgerð Anna Katrín.
Framleiðandi Stöð 2.
1996 Búningar fyrir Ef ég væri gullfiskur
Höfundur Árna Ibsen. Leikstjórn Pétur Einarsson.
Leikfélag Reykjavíkur Borgarleikhúsi, Stóra svið.
1996 Leikmynd fyrir 7 þátta Tónleikaröð
Dagskrárgerð Anna Katrín.
Framleiðandi Stöð 2.
1996 Búningar fyrir Tröllakirkjuna
Höfundur Ólafur Gunnarsson. Leikstjórn Þórhallur Sigurðsson.
Þjóðleikhúsið, Stóra svið.
1996. Leikmynd fyrir 10 ára afmæli Stöðvar 2
Dagskrárgerð Egill Eðvarðsson.
Framleiðandi Stöð 2.
1996 Búningar fyrir Kirkjugarðsklúbbinn
Höfundur Ivan Menchell. Leikstjón Andrés Sigurvinsson
Þjóðleikhúsið, Litla svið.
1996 Búningar fyrir 13 þátta skemmtiþáttinn Gestir
Dagskrárgerð Hilmar Oddsson.
Framleiðandi Saga Film fyrir Stöð 3.
1995 Leikmynd og búningar fyrir leikinn þátt vegna 100 ára ártíðar Davíðs Stefánssonar.
Dagskrárgerð Egill Eðvarðsson.
Framleiðandi Samver fyrir RÚV.
1995 Búningar fyrir kvikmyndina Agnes
Leikstjórn Egill Eðvarðsson.
Framleiðandi kvikmyndafélagið Pegasus.
1994 Leikmynd og búningar fyrir Óvænta heimsókn
Höfundur J. B. Priestley. Leikstjórn Hallmar Sigurðsson.
Leikfélag Akureyrar í Samkomuhúsinu.
1994 Búningar fyrir Macbeth
Höfundur Shakespeare. Leikstjórn Guðjón Pedersen.
Leikhús Frú Emelía í Héðinshúsinu.
1994 Búningar fyrir kvikmyndina Tár úr steini
Leikstjórn Hilmar Oddsson.
Framleiðandi kvikmyndafélagið Tónabíó.
1994 Leikmynd og búningar fyrir BAR PAR
Höfundur Jim Cartwright. Leikstjórn Hávar Sigurjónsson.
Leikfélag Akureyrar í Þorpinu. Sýnt einnig í Lindarbæ á Listahátíð 1994.
1993 Leikmynd og búningar fyrir Hamlet litli prinsinn af Danmörku
Höfundur Torsten Letser. Leikstjórn Guðjón Pedersen.
3. bekkur Leiklistaskóla Íslands.
1993 Búningar fyrir stuttmyndina Nifl
Leikstjórn Þór Elís Pálsson.
Framleiðandi kvikmyndafélagið Niflungar.
1993 Búningar fyrir hreyfimyndina Ævintýri á okkar tímum
Höfundur Inga Lísa Middelton,
Framleiðandi ILM FILM 1992.
Í keppni kvikmyndahátíðinni í Cannes: Un Certain Regard.
1993 Búningar fyrir Bensínstöðina
Höfundur Gildas Bourdet. Leikstjórn Þórhallur Sigurðsson.
Nemendaleikhúsið í Lindarbæ.
1992 Leikmynd og búningar fyrir Amal og næturgestirnir
Höfundur Gian-Carlo Menotti. Leikstjórn Hávar Sigurjónsson.
Óperusmiðjunnar í Langholtskirkju.
1991 Búningar fyrir kvikmyndina Svo á jörðu sem á himni
Leikstjórn Kristín Jóhannesdóttir.
Framleiðandi kvikmyndafélagið Tíu-tíu.
1990 Leikmynd og búningar fyrir Fló á skinni
Höfundur Georges Feydeau. Leikstjórn Jón Sigurbjörnsson.
Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Stóra svið.
1990 Leikmynd og búningar fyrir Suor Angelica
Höfundur Puccini. Leikstjórn Guðjón Pedersen.
Leikhús Frú Emelía í Skeifunni.
1990 Leikmynd og búningar fyrir Dido og Aeneas
Höfundur Purcell. Leikstjórn Sigurður Pálsson.
Íslenska Hljómsveitin í Langholtskirkju.
1989 Leikmynd og búningar fyrir áróðursþáttinn Leikur að eldi
Dagskrárgerð Hilmars Oddssonar.
Framleiðandi kvikmyndafélagið Nýja Bíó.
1989 Leikmynd fyrir skemmtiþáttaröðina Kynin kljást.
Dagskrárgerð Hákon Már Oddsson.
Framleiðandi Stöð 2.
1988 Leikmynd og búningar fyrir Syndlausa eiginkonan (La moglie senza peccato)
Höfundur Nelson Rodrigues. Leikstjórn Henrique Goldman.
Nemendaleikhús L´Accademia Drammatica Silvio D´Amico í Studio Argot í Róm.
1988 Búningar fyrir sjónvarpsmyndina Djákninn
Leikstjórn Egill Eðvarðsson
Framleiðandi Saga Film í samvinnu við RÚV.
1987 Aðstoð við búninga fyrir sjónvarpsþáttaseríuna Nonni og Manni
Leikstjórn Ágúst Guðmundsson
Framleiðandi Filmeffect,Taurus Films, Arena Films og RÚV.
Ýmsar upplýsingar:
Margir tugir auglýsinga fyrir eftirtalin framleiðslufyrirtæki: Truenorth, Saga Film, Rebublic, Pegasus,
Panartica, Location Greenland Iceland, Hugsjón, Hugmynd.
Aðildar félög og félagsstarf::
FÍL; Félag íslenskra leikara, 5.deild Leikmynda og búningahöfunda.
FLBH; Félagi Leikmynda og búningahöfunda.
FK; Félagi Kvikmyndagerðamanna.
Varamaður í Þjóðleikhúsráði 1999 – 2007.
Í stjórn Félags íslenskra leikara 1997 – 2005.
Í stjórn Félags leikmynda- og búningahöfunda 1999 – 2005.
Í stjórn 5. deildar Félags íslenskra leikara 1995 – 2005

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími