Sjö ævintýri um skömm
Sýningin sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta leikári – og kom öllum í opna skjöldu!
Sýningin Sjö ævintýri um skömm hlaut frábærar viðtökur þegar hún var frumsýnd á liðnu vori. Hún var tilnefnd til tólf Grímuverðlauna og hlaut verðlaunin fyrir leikrit ársins, leikstjórn, leikara í aðalhlutverki, leikmynd, búninga og lýsingu. Þetta nýja verk eftir Tyrfing Tyrfingsson kom áhorfendum skemmtilega á óvart, með sínum galgopalega húmor, frumleika og hlýju.
Hér er boðið upp á farsakennd ævintýri, byggð á sönnum atburðum, þar sem við fylgjum eftir ferðalagi skammarinnar í íslenskri fjölskyldu frá kanamellum í Flórída að Lúkasarmálinu á Akureyri og skoðum allt þar á milli!
Ósvífinn kabarett með kanamellum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.
Agla ryðst inn á stofu geðlæknis og krefst þess að hann skrifi upp á lyf sem nái að svæfa hana í þrjá sólarhringa. Geðlæknirinn vill ekki verða við þessari ósk Öglu en segir henni hinsvegar frá kenningu sinni um að sjö ævintýri um skömm liggi að baki allri geðveiki. Agla neyðist til að rekja sig í gegnum þessi ævintýri sem stjórna lífi hennar ef hún vill eiga einhvern möguleika á bata.
Kópavogsbúinn Tyrfingur Tyrfingsson hefur slegið í gegn hér heima og vakið mikla athygli erlendis. Þetta nýja leikrit Tyrfings er sjöunda verk hans sem er sviðsett í íslensku leikhúsi, en hið fyrsta sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Tyrfingur hlaut Grímuna fyrir leikrit ársins 2020 og 2022.
Vinsamlega athugið að sýningin er ekki við hæfi barna eða viðkvæmra.
Úr viðtali við Tyrfing Tyrfingsson leikskáld
Skömm er dálítið sérstök tilfinning því hún er eina tilfinningin sem er lærð. Hver skyldi vera fyrsta minning Tyrfings um skömm?
Ég var á því skeiði þegar börn spyrja út í eitt, „af hverju er himinninn blár?“, og svo framvegis. Ég var hins vegar heltekinn af því hvað væri bannað með lögum. Við fjölskyldan brunum í gömlum Talbot sem pabbi hafði fengið í einhverjum skiptidíl og erum á leið til Guðmundu frænku, bónda í Lækjartúni. Ég spyr eins og svo oft, er bannað með lögum að keyra of hratt? Pabbi hægir á bílnum og svarar, já. En hvernig er það bannað? Hann getur ekkert svarað því. Er bannað með lögum að stela? Pabbi röflar bara eitthvað. Mér finnst hann ekki hafa hugmynd um hvernig hlutir eru bannaðir með lögum.
Þjóðleikhúsið hefur gefið leikritið út á bók sem seld er í Leikhúsbókabúðinni.
Leikarar
Listrænir stjórnendur
Leikarar á upptöku: Sigurður Sigurjónsson (afi Benni) og Hulda Gissurardóttir Flóvenz (Edda lítil).
Myndbönd
Aðrir aðstandendur
Tónlist í sýningunni er eftir Gísla Galdur Þorgeirsson, en einnig eru leikin brot úr eftirtöldum lögum: Gnossienne: No. 1 (Erik Satie), Make The World Go Away (Henry Mancini), The Sound Of Silver (Henry Mancini), Rollin’ And Tumblin’ (Muddy Waters), Kötukvæði (Smárakvartettinn í Reykjavík), Stalkin’ (Duane Eddy), The Girl From Ipanema (The Oscar Peterson Trio), Quiet Nights Of Quiet Stars (The Oscar Peterson Trio), Days Of Wine And Roses (The Oscar Peterson Trio). Flutt eru lögin Bountiful (Bachan Kaur), Cabaret (Jon Kander/Fred Ebb) og Whiskey Bar (Kurt Weill/Bertolt Brecht).
Seven Fairy Tales of Shame – A major theatrical event in Iceland
Seven Fairy Tales of Shame (Sjo aevintyri um skomm) is a highly praised production of new play by Icelandic leading playwright, Tyrfingur Tyrfingsson, which has been repremiered following its successful run last season. The play received rave reviews and is considered a major theatrical event in Iceland and one of Iceland’s most important new playwriting for years.
Seven Fairy Tales of Shame is a tragicomic piece that tells the story of a young police officer who, after a traumatic event, is forced to work through her life story – her fairy tales of shame – in a desperate effort to regain her sanity. Seven Fairy Tales of Shame was this year’s winner at Gríman, The Icelandic Theatre Awards, where it received 12 nominations and won 6, including Best Director and Play of the Year.
“An amazing spectacle characterized by exuberance and black humor… One of Tyrfingur Tyrfingsson’s key works.” – ÞSH, theatre critic, Frettabladid.
Tyrfingur Tyrfingsson has been a leading dramatist in Iceland for the last few years. His award-winning plays have been featured at Festival d’Avignon, La Mousson d’été and during Islande, terre de théâtre at Théâtre 13 in Paris, in Chicago, by Teatr Dramatyczny in Warsaw, in Rome and of course Iceland. Among his earlier plays are Grande, Blue Eyes, The Potato Eaters and Helgi Comes Apart.
Tyrfingsson’s website: tyrfingsson.is