/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Aron Þór Arnarsson

Hljóðhönnun
/

Aron Þór Arnarsson starfar við hljóðdeild Þjóðleikhússins og hefur hannað hljóðmynd fyrir ýmsar leiksýningar. Meðal verkefna hans hér eru Eltum veðrið, Saknaðarilmur, Edda, Ekki málið, Ellen B., Ex, Nokkur augnablik um nótt, Aspas, Sem á himni, Ásta, Framúrskarandi vinkona og Kafbátur. Hann hefur unnið sem upptökustjóri og hljóðmaður í rúma tvo áratugi. Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem hann hefur unnið með eru Björk, Of Monsters and Men, GusGus, John Grant, The Brian Jonestown Massacre, Hjaltalín, HAM, Stuðmenn, Valdimar, Leaves, Trabant, Apparat Organ Quartett, Singapore Sling, Kimono, Úlpa, Jóhann Jóhannsson, Barði Jóhannsson, Hljómar, Mannakorn, KK, Magnús Eiríksson og RASS. Hann hlaut ásamt öðrum Grímuverðlaunin fyrir hljóðmynd í Einræðisherranum, og var tilnefndur ásamt öðrum fyrir Ellen B., Kafbát og Atómstöðina.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími