Góðan daginn faggi

Góðan daginn faggi

Sjálfsævisögulegi heimildasöngleikurinn sem sló í gegn í fyrra snýr aftur
SVIÐ
Kjallarinn
Höfundar
Bjarni Snæbjörnsson, Gréta Kristín Ómarsdóttir og Axel Ingi Árnason
Samstarfsaðili
Stertabenda
Lengd
1.30 ekkert hlé

Frábærar viðtökur í Kjallaranum

Góðan daginn, faggi sló sannarlega í gegn í Kjallaranum á liðnu leikári, með yfir 40 uppseldum sýningum, einróma lofi gagnrýnenda og Grímutilnefningum. Vegna mikilla vinsælda hefur verið bætt við aukasýningum nú í haust.

Einnig mun sýningin fara í leikferð um landið þar sem verður bæði boðið upp á sýningar fyrir almenning og boðssýningar í skólum.

Gjarnan er boðið upp á umræður eftir sýningu.

 

Berskjaldandi leiðangur um skömm og mennsku

Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur þar sem fertugur hommi leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Eftir vandasamann leiðangur um innra líf sitt og fortíð og samtíma rekst hann á rætinn hommahatara á óvæntum stað.

Sýningin er berskjaldandi leiðangur um skömm og mennsku og einlægt samtal við drauminn um að tilheyra.

Hlátur, grátur og glæný söngleikjatónlist sem lætur enga ósnortna.

 

Leikferð

Sýningin fer í leikferð um landið þar sem verður bæði boðið upp á sýningar fyrir almenning og boðssýningar í skólum. Sýnt verður á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Húsavík, Fjarðarbyggð, Reykjanes, Stykkishólmur, Hólmavík, Ísafjörður, Patreksfjörður, Hvammstangi, Blönduós, Sauðárkrók, Dalvík, Akureyri. Vestmannaeyjar, Akranes, Borgarbyggð, Selfoss.

Námskeið og sýning

Haldið verður námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ þar sem þátttakendur sjá sýningu, taka þátt í umræðum með aðstandendum sýningarinnar, hlýða á fyrirlestur og taka þátt í umræðum með fyrirlesurum.

Höfundarnir verksins eru hinsegin fólk sem öll ólust upp á landsbyggðinni, Bjarni Snæbjörnsson leikari frá Tálknafirði, Axel Ingi Árnason tónskáld úr Eyjafjarðarsveit og Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri frá Hrísey. Í sköpunarferli sýningarinnar ræddu höfundar jafnframt við ótal hinsegin manneskjur og stóðu reglulega fyrir opnum leiklestrum og kynningum í tengslum við Hinsegin daga og í samstarfi við Samtökin ‘78. Verkið tekst á við fyrirbæri eins og skömm og innhverfa fordóma með húmor og einlægni að vopni. Boðskapur sýningarinnar er sérstaklega aðkallandi nú, í ljósi þess bakslags sem hefur orðið hvað varðar hinseginfordóma, skaðlega orðræðu, ofbeldi og einelti gagnvart hinsegin fólki. Þörfin á fræðslu og opnu, einlægu samtali um þessi mál er brýn, enda skerða hinsegin fordómar frelsi og lífsgæði fólks.

Námskeiðið er tvö kvöld. Á fyrra kvöldinu sjá þátttakendur sýningu á Góðan daginn, faggi í Þjóðleikhúskjallaranum og taka þátt í umræðum með listrænum aðstandendum eftir sýninguna. Á seinna kvöldinu halda Hjalti Vigfússon sviðshöfundur og Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra og aðstoðaframkvæmdastýra Samtakanna ´78, erindi og ræða við þátttakendur.

Skráning hjá Endurmenntun HÍ.

 

UMFJÖLLUN

„Drepfyndin var endurgerð á auglýsingu sem Bjarni lék í en þótti of „mjúkur“ og var á endanum skipt út fyrir sér „harðari“ leikara. Drepfyndin og sorgleg, eins og fleiri árekstrar hans við hið gagnkynhneigða norm…“

MBL, ÞT

„Góðan daginn faggi er ekki innantómt grín, heldur vel heppnað persónulegt heimildaleikhús sem skilur margt eftir hjá áhorfandanum“

RÚV-Menning, SB

„Bjarni á hrós skilið fyrir að takast á við þetta krefjandi verk­efni og leggja sjálfan sig að veði á þennan máta, ber­skjaldaður en á­vallt fullur hlýju. „

FBL, SJ

FLYTJENDUR

Listrænir stjórnendur

Leikstjóri og höfundur
Tónlist og höfundur
Hljóðmaður/hljóðblöndun
Sviðshreyfingar
Stílisti
Framkvæmdastjóri og aðstoðarmaður leikstjóra

Sérstakar þakkir

Samtökin 78, Hinsegin dagar, Tjarnarbíó, Reykjavíkurborg, Tónskáldasjóður RÚV, Tálknfirðingar, Café Dunhagi, Hlín Agnarsdóttir, Karl Olgeirsson, Sveinn Samsted, Páll Óskar Hjálmtýsson, Þorvaldur Kristinsson, Guðbrandur Árni Ísberg, Helga Jónasdóttir og Snæbjörn Geir, Bjarmi Fannar, Matthías Tryggvi Haraldsson, Rodolfo García Vázquez og öll hin sem studdu okkur í ferlinu.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími