Góðan daginn faggi
Sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur

Berskjaldandi leiðangur um skömm og mennsku

Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur þar sem fertugur hommi leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Eftir vandasamann leiðangur um innra líf sitt og fortíð og samtíma rekst hann á rætinn hommahatara á óvæntum stað.

Sýningin er berskjaldandi leiðangur um skömm og mennsku og einlægt samtal við drauminn um að tilheyra. Hlátur, grátur og glæný söngleikjatónlist sem lætur enga ósnortna.

 

FLYTJENDUR
UMFJÖLLUN

„Drepfyndin var endurgerð á auglýsingu sem Bjarni lék í en þótti of „mjúkur“ og var á endanum skipt út fyrir sér „harðari“ leikara. Drepfyndin og sorgleg, eins og fleiri árekstrar hans við hið gagnkynhneigða norm…“

MBL, ÞT

„Góðan daginn faggi er ekki innantómt grín, heldur vel heppnað persónulegt heimildaleikhús sem skilur margt eftir hjá áhorfandanum“

RÚV-Menning, SB

„Bjarni á hrós skilið fyrir að takast á við þetta krefjandi verk­efni og leggja sjálfan sig að veði á þennan máta, ber­skjaldaður en á­vallt fullur hlýju. „

FBL, SJ
Listrænir stjórnendur
Leikstjóri og höfundur
Tónlist og höfundur
Hljóðmaður/hljóðblöndun
Sviðshreyfingar
Stílisti
Framkvæmdastjóri og aðstoðarmaður leikstjóra

Sérstakar þakkir

Samtökin 78, Hinsegin dagar, Tjarnarbíó, Reykjavíkurborg, Tónskáldasjóður RÚV, Tálknfirðingar, Café Dunhagi, Hlín Agnarsdóttir, Karl Olgeirsson, Sveinn Samsted, Páll Óskar Hjálmtýsson, Þorvaldur Kristinsson, Guðbrandur Árni Ísberg, Helga Jónasdóttir og Snæbjörn Geir, Bjarmi Fannar, Matthías Tryggvi Haraldsson, Rodolfo García Vázquez og öll hin sem studdu okkur í ferlinu.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin:
virka daga frá kl. 14 – 18
um helgar frá 12 – 18
opið til 2o á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími