Íbúð 10B
Ögrandi og meinfyndið verk beint úr íslenskum samtíma
Einn eigenda glæsilegs fjölbýlishúss í Reykjavík hefur ákveðið að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir tuttugu arabíska hælisleitendur. Aðrir íbúar í húsinu eru mjög hlynntir fjölbreytileika en sætta sig ekki við að reglur húsfélagsins séu fótumtroðnar. Nú reynir á yfirvegun og samstöðu. Og hvar liggja mörk góðmennskunnar?
Marta og Heiðar bjóða nágrönnum sínum heim til að ræða málin yfir góðum ostum og víni. Undir kurteislegu yfirborðinu tekur brátt að glitta í lögmál frumskógarins og notaleg kvöldstund snýst upp í harðvítug átök þar sem villidýrseðlið brýst fram. Við viljum vera góð – en hversu langt erum við tilbúin að ganga?
Myndbönd
Sameina krafta sína í kjölfar Snertingar
Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann unnu saman að hinni stórbrotnu kvikmynd Snertingu og sameina nú krafta sína að nýju á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Verk þeirra hafa heillað lesendur og áhorfendur um allan heim og sópað að sér verðlaunum.
Frábærlega vel skrifað og spennuþrungið leikrit, sem heldur þér í heljargreipum.
7. sýning: Textun á ensku og íslensku.
Further information here / nánari upplýsingar hér.
6. sýning: Umræður eftir sýningu.
The 7th performance will be captioned with subtitles in English and Icelandic.
Íbúð 10B (Apartment 10B)
By Ólafur Jóhann Ólafsson, directed by Baltasar Kormákur.
A provocative and hilarious new play, wonderfully well-written and tense, straight from contemporary Iceland.
One of the owners of an elegant apartment building in Reykjavík has decided to convert her luxury flat into a guesthouse of sorts for twenty Arabic asylum seekers. Other residents in the building are very much in favour of diversity but do not accept that the rules of the housing association are trampled underfoot. Marta and Heiðar invite their like-minded neighbours to their home to discuss the matter over good cheese and wine. Beneath the polite surface, the laws of the jungle soon begin to rear their head, and a pleasant evening turns into a fierce confrontation.
Director Baltasar Kormákur and writer Ólafur Jóhann Ólafsson recently worked together on the magnificent film Touch (Snerting). Their work has respectively captivated readers and audiences around the world, sweeping up awards.
Leikarar
Höfundur
Listrænir stjórnendur
Framleiðslu- og sýningarstjórn
Aðrir aðstandendur
Starfsfólk á sýningum
Annað starfsfólk við sýninguna
Sérstakar þakkir: STEiNUNN, Hugleikur Dagsson, Farmers Market, Sjáðu – gleraugnaverslun, Sign, Eyjólfur Pálsson og Kjartan Eyjólfsson í Epal, Högni Stefán Þorgeirsson.