/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Margrét Vilhjálmsdóttir

/

Margrét Vilhjálmsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1994. Hún hefur leikið yfir fimmtíu hlutverk, jafnt á sviði sem í kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi. Hún hefur einnig samið og leikstýrt eigin hugverkum, leiksýningum, gjörningum og listviðburðum, auk verkefna sem tengd eru náttúruvernd. Hún fer með titilhlutverkið í Ást Fedru í Þjóðleikhúsinu. Meðal hlutverka síðustu ár má nefna Elizabeth Proctor í Eldrauninni, Geirþrúði í Himnaríki og helvíti, lafðina í Macbeth, Madame Thénardier í Vesalingunum og Mörtu í Hver er hræddur við Virginiu Woolf. Hún lék m.a. í Framúrskarandi vinkonu og Når det Stormer som verst í Noregi. Hún lék í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð 3. Margrét hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og Eddunnar. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir Eldraunina og Lé konung og Edduna fyrir Mávahlátur. Margrét var valin Shootingstar á Berlinale Film Festival og hlaut Stefaníustjakann árið 1997.

/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími