
Hvað sem þið viljið
Ærslagangur, tónlist og hjörtu barmafull af ást – í kynjaskógi Shakespeares.
Þessi galsafulla gleðisýning færir okkur skemmtilegasta gamanleik Shakespeares í splunkunýjum búningi, þar sem möguleikar leikhússins eru nýttir á frjóan og ævintýralegan hátt og list leikarans er í forgrunni. Ágústa Skúladóttir leikstjóri er þekkt fyrir fjörugar, litríkar og heillandi sýningar, og nú hefur Karl Ágúst Úlfsson endurort texta skáldsins á léttleikandi nútímamál í nýrri leikgerð sem er full af húmor og brotin upp af stórskemmtilegri tónlist. Margir okkar flinkustu gamanleikarar blása nýju lífi í ógleymanlegar persónur Shakespeares.

Veröldin er leiksvið!
Elskendurnir ungu Rósalind og Orlandó neyðast til að flýja, hvort í sínu lagi, undan ofsóknum. Þau hrekjast út í skógana miklu, þar sem þeirra bíða kostuleg ævintýri meðal annarra útlaga. Dulargervi, margfaldur misskilningur, ráðabrugg, fíflalæti og eldheitar ástríður!

Létleikandi, kómískir og músíkalskir leikarar sem njóta þess að afhjúpa sig og mynda beint samband við salinn
ÞT, Mbl.




























Það besta við þessa fjörugu og fallegu sýningu var leikgleðin og þokkinn
DK, Hugrás










…stjörnubragur á framgöngu Katrínar Halldóru
ÞT, Mbl
Myndbönd
Er ástin allt sem þarf? Það sögðu Bítlarnir, Shakespeare var sammála – og það erum við líka!
Ágústa og Karl Ágúst
Listrænir stjórnendur
Lögin í sýningunni eru eftir Kristjönu Stefánsdóttur, fyrir utan lagið Einu sinni var ég ástfanginn sem Hallgrímur Ólafsson samdi. Söngtextar eru eftir Karl Ágúst Úlfsson. Hljóðfæraleikarar: Kristjana Stefánsdóttir, Hallgrímur Ólafsson og Hilmar Guðjónsson.
Vinsamlega athugið að strobe ljós (leifturljós) eru notuð í sýningunni.