Óresteia
Meistaralega skrifað nýtt leikrit, innblásið af Óresteiu Æskýlosar
Drottningin Klítemnestra hefur engu gleymt. Þegar Agamemnon konungur snýr sigurreifur heim úr tíu ára herferð eru móttökurnar blóði drifnar.
Óresteia er nýtt og einstaklega kraftmikið leikverk eftir Benedict Andrews innblásið af sígildum þríleik Æskílosar. Verk Æskílosar hefur talað með máttugum hætti til mannkynsins, kynslóð eftir kynslóð, og efni þess á við okkur óþægilega brýnt erindi í dag.
Margverðlaunaði leikstjórinn Benedict Andrews færir okkur magnþrungið meistaraverk
Benedict Andrews hefur leikstýrt margverðlaunuðum sýningum í mörgum af helstu leikhúsum heims. Sýningar hans í Þjóðleikhúsinu, Ex, Ellen B., Macbeth og Lér konungur, hafa sannarlega slegið í gegn hjá áhorfendum og hlotið fjölda Grímuverðlauna. Í fyrstu sýningu hans í Kassanum birtast okkur vægðarlaus átök innan fjölskyldu og skelfilegar afleiðingar stríðs og blóðhefnda.
Þjóðleikhúsið teflir fram hópi fimm framúrskarandi leikara sem ögra sjálfum sér á nýjan hátt í krefjandi sviðsetningu. Líkamleg nánd leikaranna, hrá fegurð textans og áhrifamáttur myndmáls og tónlistar bjóða upp á einstaka listræna upplifun.
“Ég sá Trójuborg falla. Nú sé ég slátraranum slátrað.”
6. sýning: Umræður eftir sýningu.
Leikarar
Höfundur og þýðandi
Listrænir stjórnendur
Framleiðsla og sýningarstjórn
Aðrir aðstandendur
Starfsfólk á sýningum
Annað starfsfólk við sýninguna
Óresteia
Writer and Director: Benedict Andrews
Award-winning director Benedict Andrews presents a bold new staging of the classic trilogy by Aeschylus. This is a searing, modern reimagining of one of the foundational texts of Western drama.
When King Agamemnon returns home victorious after ten years at war, Queen Clytemnestra is waiting, and she remembers everything. What unfolds is a cycle of violence that confronts the nature of vengeance, guilt, and justice.
Andrews has directed acclaimed productions at many of the world’s leading theatres. His previous work at the National Theatre of Iceland — including Ex, Ellen B., Macbeth, and King Lear — has captivated audiences and won multiple Gríman awards.
Now, in his debut at Kassinn, he stages an unflinching vision of familial conflict and the brutal legacy of violence.
A cast of five exceptional actors push themselves to new extremes. With raw physicality, poetic language, and haunting music, Óresteia offers a rare, electrifying theatrical experience.