/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Kristín Eiríksdóttir

/

Kristín er myndlistarmenntaður rithöfundur. Hún hefur sent frá sér fimm ljóðabækur, smásagnasafnið Doris deyr og skáldsögurnar Hvítfeld – fjölskyldusaga, Elín, ýmislegt og Tól. Hún samdi leikritið Karma fyrir fugla ásamt Kari Ósk Grétudóttur fyrir Þjóðleikhúsið en leikrit hennar Skríddu og Hystory voru sýnd í Borgarleikhúsinu. Sögur og ljóð Kristínar hafa verið þýdd yfir á erlend tungumál. Hún hefur m.a. hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og Verðlaun bóksala, og verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Ljósmynd af vef Forlagsins. Saga Sig.

/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími