Benedict Andrews mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins
Jólasýning Þjóðleikhússins í ár er Óresteia eftir Benedict Andrews en hann mun einnig leikstýra verkinu. Verkið byggir á forngrískum verkum sem er flokkað sem eitt höfuðverk heimsbókmenntanna. Einstakur leikhópur mun þar takast á við krefjandi verk þar sem nándin og fegurðin í textanum munu bjóða upp á einstaka listræna upplifun. Hrist verður rækilega upp í áratuga gamalli hefð og jólasýningin sýnd í Kassanum í návígi við áhorfendur. Benedict Andrews hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar um allan heim fyrir sýningar sínar, t.d. Grímuverðlaun fyrir Ellen B í Þjóðleikhúsinu fyrir tveimur árum og nú í mars fékk sýning hans fimm stjörnur í New York Times.
Vil þú vera fremst í röðinni þegar miðasala hefst? Skráðu þig hér:
Margverðlaunaður leikstjóri sem farið hefur víða um heim
Óresteia, byggir á sígildum þríleik Æskílosar. Verkið hefur talað með máttugum hætti til mannkynsins, kynslóð fram af kynslóð, og á við okkur óþægilega ágengt erindi í dag. Benedict Andrews hefur leikstýrt margverðlaunuðum sýningum í mörgum af helstu leikhúsum heims. Sýningar hans í Þjóðleikhúsinu, Ex, Ellen B., Macbeth og Lé konungur, hafa sannarlega slegið í gegn meðal áhorfenda og hlotið fjölda Grímuverðlauna. Sýningarnar hafa verið valdar sýning ársins og hann hefur fagnað verðlaunum sem leikstjóri ársins. Nú í mars fékk hann mikið lof frá gagnrýnendum fyrir Kirsuberjagarðinn – þar á meðal fullt hús stiga, fimm stjörnur í New York Times. Í fyrstu sýningu hans í Kassanum birtast okkur vægðarlaus átök innan fjölskyldu og skelfilegar afleiðingar stríðs og blóðhefnda.
Einval lið leikara og listrænna stjórnenda
Benedict hefur valið til liðs við sig hóp fimm framúrskarandi leikara sem ögra sjálfum sér á nýjan hátt í krefjandi sviðsetningu. Líkamleg nánd leikaranna, hrá fegurð textans og áhrifamáttur myndmáls og tónlistar bjóða upp á einstaka listræna upplifun. Leikarar eru Elín Hall, Hilmir Snær Guðnason, Ebba Katrín Finnsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.
Listrænir stjórnendur:
Benedict Andrews: Leikstjórn
Elín Hansdóttir: Leikmyndahönnun
Filippía Ingibjörg Elísdóttir: Búningahönnun
Björn Bergsteinn Guðmundsson: Ljósahönnuðun
Bára Gísladóttir: Tónlist
Aron Þór Arnarsson: Hljóðhönnun
Þýðandi verksins er Kristín Eiríksdóttir.
Benedict Andrews
Benedict Andrews er ástralskur leikhús- og óperu-leikstjóri, skáld og kvikmyndaleikstjóri. Hann er búsettur á Íslandi og hefur sett upp í Þjóðleikhúsinu sýningarnar Ellen B, Ex, Macbeth og Lér konungur. Allar sópuðu þær að sér Grímuverðlaunum. Hann hefur hlotið mikið lof og verðlaun fyrir sýningar í virtustu leikhúsum heims, þar á meðal hjá Sidney Theatre Company, Schaubuhne í Berlín, National Theatre í London, ENO England National Opera og fjölda leikhúsa í London og New York. Hann hefur sett upp sögulegar uppsetningar á Sporvagninn Girnd, Stríð rósanna, Þrjár systur, Mávurinn, Draumleik og Eldorado. Hann vinnur reglulega með alþjóðlegum stórstjörnum eins og Cate Blanchett, Siennu Miller, Jack O´Connell, Gillian Andersson, Ben Foster og Vanessa Kirby. Uppsetning hans á Streetcar Named Desire verður sjónvarpað í kvikmyndahús um allan heim, þar á meðal Íslandi nú í haust.