100. sýningu fagnað á Stóra sviðinu í haust. Á rauðu ljósi hefur slegið í gegn!
Kristín Þóra Haraldsdóttir fagnar 100. sýningu Á rauðu ljósi og heldur af því tilefni sérstaka hátíðarsýningu á Stóra sviðinu þann 4. október næstkomandi.
Sýning Kristínar Þóru Haraldsdóttur, Á rauðu ljósi, hefur vakið mikla athygli og hún hefur gengið fyrir fullu húsi í Kjallaranum frá því að hún var frumsýnd í nóvember árið 2023.
Upphaflega ætlaði Kristín Þóra að brúa ákveðið bil sem skapaðist þegar tökum á sjónvarpsseríu var frestað, og sýna í eitt tvö kvöld í Kjallaranum. Sú ákvörðun hefur rækilega undið upp á sig og nú eru sýningarnar að verða hundrað. Þeirri hundruðustu verður, eins og áður sagði, fagnað á Stóra sviðinu, og er nú komin í sölu á leikhusid.is.
Kaupa miðaÁ rauðu ljósi er einnar konu sýning sem er blanda af uppistandi, einleik og einlægni.
Kristín Þóra fer um víðan völl í verkinu en megináhersla er á stress, streitu, seiglu, aumingjaskap og dugnað. Á rauðu ljósi er gamansýning um stressið sem fylgir því að vera manneskja.