Útskriftardagur nemenda í Leikhússkóla Þjóðleikhússins
Í dag, þann 7. júní útskrifast fyrsti árgangur úr Leikhússkóla Þjóðleikhússins. Eftir viðburðaríkann vetur þar sem nemendur lærðu af hinum ýmsu listamönnum og tæknifólki Þjóðleikhússins, sýna nemendur nú uppskeru náms síns í glæsilegri sýningu. Sýningin er unnin að öllu leyti af nemendum með stuðningi kennara og starfsfólks Þjóðleikhússins. Þannig hafa nemendur gengið í öll störf við gerð sýningarinnar; verkefnastjórn, skrif, leikstjórn, sýningarstjórn, ljósa-, hljóð, leikmynda- og búningahönnun, ásamt auðvitað að standa sjálf á sviðinu.
Þetta markar sögulegan atburð í íslenskri leiklistarsögu þar sem þetta er í fyrsta sinn síðan 1974 sem að skóli er starfræktur við Þjóðleikhúsið.
Við óskum nemendum innilega til hamingju með daginn og hlökkum til að fylgjast með þessum upprennandi listamönnum í framtíðinni.
Gleðilega hátíð.