
Lára og Ljónsi – jólasaga
Hvað getur hafa orðið af Ljónsa?
Leiksýning byggð á geysivinsælum bókum Birgittu Haukdal um Láru og Ljónsa, sem hefur nú yljað ungum sem eldri áhorfendum um hjartaræturnar á aðventunni þrjú ár í röð. Sýningar hafa selst upp á svipstundu.
Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?
Aldursviðmið: 2ja til 6 ára.

Hér er á ferðinni krúttleg tæp klukkustund í góðum félagsskap þar sem leikhústöfrar svífa yfir leiksviðinu eins og snjókorn.
SJ, Fbl.
Myndbönd









