Lára og Ljónsi - jólasaga

Lára og Ljónsi – jólasaga

Geysivinsæl sýning á aðventunni
Verð
4.950
Lengd
um 45 mín.

Hvað getur hafa orðið af Ljónsa?

Leiksýning byggð á geysivinsælum bókum Birgittu Haukdal um Láru og Ljónsa, sem hefur nú yljað ungum sem eldri áhorfendum um hjartaræturnar á aðventunni þrjú ár í röð. Sýningar hafa selst upp á svipstundu.

Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?

Aldursviðmið: 2ja til 6 ára.

 

Hér er á ferðinni krúttleg tæp klukkustund í góðum félagsskap þar sem leikhústöfrar svífa yfir leiksviðinu eins og snjókorn.

SJ, Fbl.

Myndbönd

Jólaskraut

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Leikgerð og leikstjórn
Leikmynd og búningar
Tónlist
Hljóðhönnun
Myndbandshöfundur

Aðrir aðstandendur sýningarinnar

Sýningarstjórn og umsjón
Tæknistjórn á sýningum
Teikningar
Leikgervadeild, yfirumsjón
Búningadeild, yfirumsjón
Leikmunadeild, yfirumsjón
Teymisstjóri leikmyndaframleiðslu
Aðstoð við leikmuni

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími