Almar Blær Sigurjónsson útskrifaðist sem leikari frá LHÍ 2021. Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga, í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hann leikur í Ormstungu, Línu Langsokk og söngleiknum Kabarett í Þjóðleikhúsinu í vetur, en meðal nýlegra verkefna hans eru Heim, Orri óstöðvandi og Frost. Hann lék hér í Múttu Courage, Eddu, Draumaþjófnum, Sem á himni, Hvað sem þið viljið, Ást og upplýsingum, Kardemommubænum og Nashyrningunum. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Eldunum og Agnesi Joy og sjónvarpsþáttunum Vigdísi. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir Ást og upplýsingar.
Starfsfólk Þjóðleikhússins